2015-01-28 10:04:53 CET

2015-01-28 10:05:54 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Síminn og Skipti sameinast


Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sameiningu Símans hf. og Skipta hf. og
verður rekstur félaganna sameinaður undir nafni Símans. Tilkynnt var um áform
um sameiningu í febrúar í fyrra með fyrirvara um heimild
Samkeppniseftirlitsins. Míla ehf. og Skjárinn ehf. , sem áður voru í eigu
Skipta, verða nú í eigu Símans hf. auk þeirra dótturfélaga sem áður voru í eigu
Símans og Skipta en þau eru Sensa, Staki, Talenta, On-Waves og Radíómiðun. 

Við sameininguna verður til öflugt rekstrarfélag með starfsemi í fjarskiptum,
upplýsingatækni og afþreyingu. Við breytinguna nú  verður sjálfstæði Mílu enn
aukið sem rekstraraðili grunnfjarskiptakerfis og tryggt að markmið sáttar sem
Skipti hf., Síminn hf. og Míla ehf. gerðu við Samkeppniseftirlitið í mars 2013
nái fram að ganga. Síminn mun fara með minnihluta í stjórn Mílu eftir
sameininguna. 

Orri Hauksson, forstjóri Símans: „Það er ánægjulegt að ljúka þessu ferli og
nauðsynlegur áfangi í endurskipulagningu samstæðunnar. Fjarskiptamarkaðurinn er
í örri þróun og það er mikilvægt að fyrirtækin séu í stakk búin til að bregðast
hratt við breytingum til að geta betur mætt þörfum viðskiptavina á hagkvæman
hátt. Nú liggur skipulag samstæðunnar fyrir og hægt að halda áfram að þróa
fyrirtækið  til móts við nýja tíma.“ 



Frekari upplýsingar:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, 660-6003.

Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans, s. 863-6075.