2008-02-28 13:33:44 CET

2008-02-28 13:34:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
SPRON Verðbréf hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Leiðrétting - Niðurstöður aðalfundar 27. febrúar 2008 - Frétt birt: 2008.02.28:10:35:10 og 10:49:55


Leiðrétting á tillögu stjórnar um ráðstöfun hagnaðar og greiðslu arðs.


Niðurstöður aðalfundar SPRON hf. 27. febrúar 2008.

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum:

1. Tillaga stjórnar um ráðstöfun hagnaðar og greiðslu arðs.

Aðalfundur SPRON hf samþykkir að helmingur hagnaðar eftir skatta, eða 1.643
millj.kr., verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2008 vegna ársins 2007. 
Arður á hlut er 0,33 krónur. Arðleysisdagurinn er 28. febrúar og
arðsréttindadagurinn 3. mars. 

Hluthafar eiga kost á að taka arðinn að hluta eða öllu leyti í formi hlutabréfa
í SPRON hf. á kauphallargenginu 5,62.  Hluthafar skulu
tilkynna félaginu vilja sinn í þessum efnum fyrir lok dags 3. apríl 2008.  Þeir
sem ekki óska eftir hlutum í SPRON hf. fá arðinn greiddan í reiðufé þann 10.
apríl 2008. 

2. Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum félagsins

Aðalfundur samþykkir að nýr málsliður komi í 1. mgr. 13. gr. samþykkta SPRON
hf. og verði sá næst síðasti svohljóðandi: 
“Gildir það hvort sem yfirráð yfir atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni
eignarhlutdeild.” 

3. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu

Aðalfundur SPRON hf samþykkti eftirfarandi starfskjarastefnu félagsins:
Starfskjarastefna SPRON hf. er sett með það að markmiði að halda í og laða að
hæfa og metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn.  SPRON hf. byggir
samkeppnishæfni sína á ábyrgum og hæfum starfsmönnum. Leitast félagið við að
bjóða gott starfsumhverfi, þar með talin starfskjör,  til að gera SPRON hf að
eftirsóknarverðum valkosti á vinnumarkaði. 
Stjórn SPRON hf hefur samþykkt eftirgreinda starfskjarastefnu fyrir félagið
skv. 79. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og almenn viðmið atvinnulífsins  um
góða stjórnarhætti. 

Stjórn SPRON hf mun skipa sérstaka starfskjaranefnd til ráðgjafar fyrir stjórn
varðandi starfskjör forstjóra.  Hlutverk nefndarinnar verður að leggja drög að
samningi  við forstjóra um laun og önnur starfskjör og móta stefnu um
kjaratengd málefni félagsins s.s. árangurstengingu launa og kauprétti að
hlutabréfum í félaginu. 

Starfskjaranefnd skal taka starfskjarastefnu SPRON hf  til endurskoðunar árlega
og  leggja fyrir aðalfund félagsins til samþykktar. 

Starfskjör stjórnarmanna eru ákveðin á aðalfundi félagsins ár hvert. 

Við ákvörðun um starfskjör forstjóra skal horfa til launakjara í sambærilegum
störfum á fjármálamarkaði og taka mið af menntun, reynslu og fyrri störfum.
Gera skal skriflegan ráðningarsamning við forstjóra og skulu þar koma fram
starfskjör umfram grunnlaun s.s. kaupréttur, greiðslur í lífeyrissjóð,
hlunnindi og  uppsagnarfrest. 

Forstjóri semur um starfskjör við framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur
móðurfélagsins, svo sem um kaupaukagreiðslur, lífeyrisframlag og hlunnindi. 
Við ákvörðun launa stjórnenda skal taka mið af umfangi og ábyrgð starfsins,
ásamt frammistöðu og framtíðarmöguleikum stjórnandans innan fyrirtækisins. 

Ákvörðun um starfskjör framkvæmdastjóra dótturfélaga eru í höndum stjórnar
viðkomandi dótturfélags. 

Við starfslok stjórnenda skulu greiðslur að jafnaði byggjast á 
ráðningarsamningi viðkomandi. 

Kaupréttaráætlun SPRON hf gerir ráð fyrir að allir fastir starfsmenn félagsins
hafi kost á að fjárfesta í hlutum í félaginu. Kaupréttaráætlunin nær til
starfsmanna móðurfélagsins og dótturfélaga innan samstæðunnar. 

Með eignarhaldi á hlutum í félaginu er talinn skapast aukinn hvati hjá
starfsmönnum til að stuðla enn betur að áframhaldandi vexti og árangri þess. 

Kaupréttaráætlunin er gerð til þriggja ára. 

Starfsmenn eiga kost á að fjármagna kaup á hlutum í félaginu með lánum sem
veitt verða í samræmi við almennar reglur um útlán SPRON hf. 

Kaupréttir geta í heild numið allt að 4% af útgefnu hlutafé SPRON hf á hverjum
tíma.  	 
Starfskjarastefnan er bindandi fyrir stjórn SPRON hf að því er varðar ákvæði um
kaupréttarsamninga og aðra samninga eða greiðslur sem fylgja þróun verðs á
hlutabréfum í félaginu, skv. 79 gr. laga um hlutafélög 2/1995. Að öðru leyti er
starfskjarastefnan leiðbeinandi fyrir stjórn SPRON hf.  Ef vikið er frá
starfskjarastefnunni í veigamiklum atriðum skulu frávik færð í gerðarbók
stjórnar ásamt rökstuðningi. Greina skal frá slíkum frávikum á næsta aðalfundi
félagsins. 

Stefnan var fyrst samþykkt á hluthafafundi SPRON hf. 21. ágúst 2007 og er nú
lögð óbreytt fyrir aðalfund SPRON hf. 27. febrúar 2008 til staðfestingar. 

4. Eftirtaldir aðilar voru sjálfkjörnir sem aðal- og varamenn í stjórn SPRON hf:
Aðalmenn:
Ari Bergmann Einarsson, 070649-7999, Laugarásvegi 26, 104 Reykjavík
Ásgeir Baldurs, 171172-5439, Lómasölum 13, 201 Kópavogur
Erlendur Hjaltason, 020855-5849, Auðarstræti 3, 105 Reykjavík
Margrét Guðmundsdóttir, 160154-2419, Furugerði 6, 108 Reykjavík
Rannveig Rist, 090561-2359, Háhæð 2, 210 Garðabær

Varamenn:
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson, 260446-4369, Máshólar 17, 111 Reykjavík
Esther Guðmundsdóttir, 100748-2909, Kjalarland 5, 108 Reykjavík
Guðmundur Arnaldsson, 300945-2799, Kringlunni 93, 103 Reykjavík
Birkir Baldvinsson, 070940-4349, USA/Bretland
Rögnvald Othar Erlingsson, 020257-7419

5. Kosning endurskoðanda
Aðalfundur SPRON hf. kaus KPMG Endurskoðun hf. sem endurskoðunarfélag SPRON.  
Af hálfu fimans annast Sigurður Jónsson löggiltur endurskoðandi
endurskoðunarstarfið.  Um greiðslu þóknar fer samkvæmt reikningi. 

6. Breytingartillaga um þóknun stjórnar fyrir næsta kjörtímabil
Aðalfundur SPRON hf. samþykkir að þóknun hvers stjórnarmanns skulu vera kr.
120.000,- á mánuði, kr. 210.000,- fyrir stjórnarformann og að varamenn hljóti
50.000 kr. fyrir hvern setinn fund. 

7. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum fyrir hönd félagsins

Aðalfundur SPRON hf. samþykkti að  veita stjórn heimild til þess að kaupa eigin
hluti í félaginu eða taka þá að veði.  Heimildin standi í 18 mánuði og
takmarkist við að samanlögð kaup og veðsetning hluta fari ekki yfir 10% af
heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.  Kaupverð hluta skal vera lægst 10%
lægra og hæst 10% hærra, en skráð kaup- og sölugengi í Kauphöll Íslands. 


Að loknum aðalfundi hélt ný stjórn SPRON hf. stjórnarfund og skipti með sér
verkum.  Erlendur Hjaltason var kjörinn stjórnarformaður og Ásgeir Baldurs
varaformaður.