2024-06-07 22:05:00 CEST

2024-06-07 22:05:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alvotech S.A. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða aðalfundar


Aðalfundur Alvotech S.A. („félagsins“) fór fram 7. Júní 2024. Fundurinn var haldinn í Lúxemborg, á skrifstofu lögfræðistofunnar Arendt við Avenue John F. Kennedy 41A.  Eftirfarandi eru meginniðurstöður fundarins, en jafnframt er vísað til ítarlegri upplýsinga í enska frumtextanum sem birtist samhliða.

  1. Hluthafar samþykktu reikninga félagins fyrir reikningsárið sem lauk 31. desember 2023.
  2. Hluthafar samþykktu samstæðureikning Alvotech fyrir reikningsárið sem lauk 31. desember 2023.
  3. Hluthafar samþykktu að félagið hafi skilað tapi að fjárhæð 118.704.541 Bandaríkjadalir á fjárhagsárinu sem lauk 31. desember 2023 og að færa tapið yfir til næsta árs.
  4. Hluthafafar samþykktu að leysa fulltrúa í stjórn félagsins (Róbert Wessman, Ann Merchant, Lisu Graver, Lindu McGoldrick, Richard Davies, Tomas Ekman, Faysal Kalmoua og Árna Harðarson) frá ábyrgð og umboði fyrir liðið reikningssár, sem lauk 31. desember 2023. Þess ber að geta að stjórnin var kjörin á aðalfundi 15. júní 2022 og situr til þriggja ára.
  5. Hluthafafar samþykktu að endurnýja umboð Deloitte Audit til að starfa sem óháður endurskoðandi félagsins vegna uppgjörs félagsins og samstæðunnar fyrir reikningssárið sem lýkur 31. desember 2024, þar til reikningar hafa verið samþykktir á næsta aðalfundi.
  6. Hluthafar samþykktu að Hjörleifur Pálsson tæki sæti í stjórn Alvotech. Skipun Hjörleifs tekur gildi 7. júní 2024 og gildir fram að aðalfundi fyrir reikningsárið 2024.
  7. Hluthafar samþykktu ráðgefandi leiðbeiningar til stjórnar um samþykkt starfskjaraskýrslu fyrir fjárhagsárið sem lauk 31. desember 2023.

Fjárfestatengsl Alvotech
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir@alvotech.com

Viðhengi