2024-06-07 22:05:00 CEST

2024-06-07 22:05:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alvotech S.A. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Úthlutun kauprétta og hlutabréfaréttinda


Í samræmi við starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi Alvotech þann 6. júní 2023 og þar sem nýtt starfsár stjórnar hefst með aðalfundi sem haldinn var í dag, þann 7. júní 2024, voru í dag veittir kaupréttir til fjögurra óháðra stjórnarmanna, fyrir alls 16,428 hlutum hver í Alvotech.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni stjórnarmanna og Alvotech til lengri tíma. Skilmálar samninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi félagsins sem staðfest var á aðalfundi 13. júní 2022.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á viðmiðunarverðinu 14.00 Bandaríkjadalir á hlut.* 
  • Ávinnslutími er þrjú ár frá úthlutun kaupréttanna, þ.e. þriðjungur kaupréttanna virkjast á hverju ári sem liðið er frá úthlutun. Viðmiðunarverð ræðst af gengi hlutabréfa Alvotech á aðalfundardegi, þegar úthlutun á sér stað.
  • Rétthafi þarf að sitja í stjórn Alvotech til að geta nýtt kaupréttinn.

Hér erum að ræða aðra úthlutun Alvotech á kaupréttum. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Alvotech hefur veitt er því jafn þeim fjölda kauprétta sem veittir voru stjórnarmönnum þann 6. júní 2023 og þeim kaupréttum sem veittir voru í dag.

Þá var gerður samningur um hlutabréfaréttindi (e. Restricted Share Units; RSU), á grundvelli kaupréttarkerfisins, við nýjan stjórnarmann sem tók sæti á aðalfundi í dag. Hlutabréfaréttindin ná til 17.870 hluta með þriggja ára ávinnslutíma. Viðmiðunarverðið er 13,99 Bandaríkjadalir á hlut.

*Kaupréttargengið er ákvarðað út frá skráðu gengi hlutabréfa Alvotech (Nasdaq:ALVO) sem birt var á vefnum nasdaq.com við opnun markaðarins þann 7. júní 2024. Í samningnum um hlutabréfaréttindin (RSU) er miðað við gengi við lokun markaðarins þann 6. júní 2024.


Í viðhengi eru tilkynningar um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF).


Alvotech, fjárfestatengsl

Benedikt Stefánsson
alvotech.ir@alvotech.com

Viðhengi