2008-02-13 23:37:01 CET

2008-02-13 23:38:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
FL GROUP hf. - Fyrirtækjafréttir

CORRECTION: FL Group selur hlut sinn í Geysi Green Energy


Leiðrétting: Ítarlegri upplýsingar um kaupendur


FL Group hefur selt 43,1% eignarhlut sinn í Geysir Green Energy til nýstofnaðs
fjárfestingasjóðs, Glacier Renewable Energy Fund, VGK Invest og Renewable
Energy Resources. Söluverðið er 10,5 milljarðar króna sem samsvarar til
bókfærðs verðs Geysi Green Energy í ársreikningi FL Group um sl. áramót og
hefur því óveruleg áhrif á afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2008. 

FL Group fær greitt fyrir bréfin í Geysi með reiðufé, skráðum verðbréfum og
eignarhluti í Glacier Renewable Energy.  Glacier Renewable Energy er grænn
fjárfestingasjóður sem rekin er af Glitni sjóðum hf. og hefur að markmið að
fjárfesta í verkefnum sem tengjast sjálfbærum orkuverkefnum. Eignarhlutur FL
Group í sjóðnum er um 4,5 milljarðar króna. 

Geysir Green Energy er fjárfestingafélag á sviði umhverfisvænnar orku sem FL
Group stofnaði ásamt Glitni banka og VGK Hönnun í ársbyrjun 2007.  Geysir
fjárfestir í orkuverkefnum og félögum sem starfa að nýtingu jarðvarma til
orkuvinnslu víða um heim. 

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group sagði:
„Sala hlutar okkar í Geysi er í samræmi við endurskipulagningu á eignasafni
okkar hvað varðar fjárfestingar sem falla utan kjarnafjárfestinga. FL Group
hefur verið leiðandi í uppbyggingu Geysis sem náð hefur miklum árangri á
skömmum tíma og skilað FL Group góðri ávöxtun. 

Framtíð Geysis er björt og við treystum Glitni banka og Atorku Group, sem búa
að sérhæfðri þekkingu á sviði umhverfisvænnar orku, fyllilega fyrir framtíð
félagsins. FL Group mun áfram hafa hagsmuni af Geysi Green Energy sem
kjölfestufjárfestir í Glitni banka. 


Frekari upplýsingar veitir:

Samskiptasvið FL Group
Júlíus Þorfinnsson
Sími: 591 4400 / 896 6612
Póstfang: julius@flgroup.is

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.


Um FL Group

FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið,
FIG, Private Equity og Capital Markets.  FIG hefur umsjón með fjárfestingum
félagsins í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.  Private Equity heldur
utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að fjárfestingarstefnu
félagsins.  Capital markets svið félagsins hefur umsjón með markaðsviðskiptum
sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu- og
verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins. Kjarnafjárfestingar FL Group
eru m.a. í Glitni banka, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property. 

Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í
Lundúnum. FL Group fjárfestir í félögum um allan heim en leggur sérstaka
áherslu á fjárfestingar í Evrópu. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í
Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins.