2016-07-05 19:22:55 CEST

2016-07-05 19:22:55 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska Enska
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Reitun breytir horfum lánshæfis Arion banka úr stöðugum í jákvæðar


Reitun hefur gefið út nýtt lánshæfismat fyrir Arion banka og sértryggð
skuldabréf bankans. Mat Reitunar á lánshæfi bankans er áfram i.A2 en Reitun
breytir horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat sértryggða skuldabréfa
bankans er óbreytt og hafa skuldabréfin áfram hæstu mögulegu einkunn eða i.AAA
með stöðugum horfum. 

Í greiningu Reitunar kemur fram að meginástæður þess að horfum er breytt úr
stöðugum í jákvæðar séu þau stóru skref sem stjórnvöld hafi tekið í uppgjöri
búa fallinna fjármálafyrirtækja á grundvelli stöðugleikaskilyrða og losun
fjármagnshafta. Einnig hafi Arion banki nýtt vel þann góða meðbyr sem verið
hefur í íslensku efnahagslífi til að byggja upp traustan og vel rekinn banka. 

Jafnframt kemur fram í greiningu Reitunar að losun fjármagnshafta muni hafa
áhrif á lánshæfi bankans og þróun þess. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.