2008-10-07 12:14:58 CEST

2008-10-07 12:15:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Starfsemi Landsbankans óbreytt og bankastjórn ber áfram ábyrgð á daglegum rekstri



Landsbanki Íslands hf. tilkynnir hér með að Fjármálaeftirlitið (FME)
hefur ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf.
og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum þegar í stað.
Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum
heimildum stjornar þegar í stað.

Í skilanefnd hafa verið skipaðir Ársæll Hafsteinsson, Einar Jónsson,
Lárentsínus Kristjánsson, Lárus Finnbogason og Sigurjón G. Geirsson.

Skilanefnd hefur m.a. tekið eftirfarandi fram:

  * Skilanefnd skal vinna að því að tryggja áframhaldandi
    viðskiptabankastarfsemi Landsbanka Íslands hf. hér á landi.
  * Innköllun til lánardrottna Landsbanka Íslands hf. verður ekki
    gefin út.
  * Ákvæði gjaldþrotaskiptalaga eiga ekki við meðan skilanefnd fer
    með málefni fjármálafyrirtækisins. Á sama tíma verður ekki komið
    fram aðfarargerð eða kyrrsetningu gagnvart Landsbankanum.


Skilanefnd hefur farið þess á leit við Halldór J. Kristjánsson og
Sigurjón Þ. Árnason að þeir haldi áfram störfum sem bankastjórar
Landsbankans og beri áfram ábyrgð á daglegum störfum.

Landsbanki Íslands hf. vill taka fram að bankinn hefur ekki verið
tekinn til gjaldþrotaskiptameðferðar heldur er aðgerðunum nú ætlað að
vernda bankann tímabundið frá því að standa skila á greiðslum skulda
og annarra skuldbindinga sem kunna að falla í gjalddaga. Vinna hefur
þegar hafist við endurskipulagningu á starfsemi Landsbankans.
Skilanefndin og bankastjórarn Landsbankans eru sammála um að
starfsemi Landsbankans skuli vera í eins eðlilegu horfi og kostur er
á næstu dögum með það fyrir augum að vernda hagsmuni Landsbankans
innan lands sem utan.

Frekari upplýsingar veita bankastjórar Landsbankans, Halldór J.
Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, í síma 410 4009.