2013-09-24 22:34:41 CEST

2013-09-24 22:35:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Tilkynning um skipan nýrrar stjórnar Íbúðalánasjóðs


Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja stjórn
Íbúðalánasjóðs. Formaður stjórnarinnar er Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir
lögmaður og tekur hún við af Jóhanni Ársælssyni. 

Samkvæmt breytingum á lögum um húsnæðismál frá júlí 2012 er nú gerð krafa um að
forstjóri og stjórn sjóðsins standist kröfur Fjármálaeftirlitsins um hæfi. 



Stjórn Íbúðalánasjóðs er skipuð eftirtöldum fulltrúum:



Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður, formaður stjórnar

Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður, varaformaður

Haukur Ingibergsson, f.v. forstjóri Þjóðskrár Íslands, aðalmaður

Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri, aðalmaður

Stefán Ólafsson, prófessor félagsvísindadeild HÍ, aðalmaður



Til vara:



Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur

Jóhann Birgisson, bankamaður

Halldóra Hauksdóttir, lögfræðingur

Margrét Rósa Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari

G. Valdimar Valdimarsson, kerfisfræðingur



Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður Land  Lögmenn

Ingibjörg útskrifaðist með meistaragráðu (LL.M) í alþjóða- og
samanburðarlögfræði frá George Washington University Law School árið 2003.
Ingibjörg tók lögmannsréttindi hjá Lögmannafélagi Íslands árið 2000. Hún lauk
embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 1998. Ingibjörg er
sjálfstætt starfandi lögmaður og einn af stofnendum og eigendum
lögmannsstofunnar Land lögmenn. Sérsvið Ingibjargar eru m.a. alþjóða-
fjárfestingar og viðskiptasamningar, fríverslunarsamningar, aðstoð við
sprotafyrirtæki, stjórnsýsluréttur og landbúnaðarlögfræði. Hún hafði yfirumsjón
með lögfræðiráðgjöf hjá fjárfestingafélaginu IVC S.A. í Sviss og starfaði hjá
fríverslunarsamningadeild EFTA í Genf. Ingibjörg starfaði áður sem
deildarstjóri hjá Landbúnaðarráðuneytinu og var fulltrúi hjá sýslumanninum á
Seyðisfirði. Hún var auk þess sem stundakennari við Háskólann á Bifröst.
Ingibjörg hefur setið í og stýrt fjölmörgum nefndum á vegum Stjórnarráðsins frá
árinu 1999. 



Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður ETNA Lögmannsstofu

Lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1990 og er stofnandi ETNA
lögfræðiþjónusta með starfsemi í Reykjavík og Brussel með áherslu á
alþjóðaviðskipti, milliríkjasamskipti, ESB rétt og ráðgjöf í opinberri
stjórnsýslu. Hrund hefur starfað í alþjóðastofnunum í Brussel í 10 ár, var um
tíma í utanríkisráðuneytinu og er héraðsdómslögmaður.  Hún hefur setið í fjölda
stjórna og nefnda, m.a. í stjórn Símans hf, í samkeppnisráði og í kjörstjórn
vegna kirkjuþingskosninga. 



Haukur Ingibergsson, f.v. forstjóri  Þjóðskrár Íslands

Er með cand.mag. próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1973 og B.A. í sagnfræði
og landafræði frá Háskóla Íslands 1970. Frá árinu 1986 hefur Haukur gegnt ýmsum
stjórnunarstörfum í stjórnsýslunni m.a. framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits
ríkisins, forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu og forstjóri Þjóðskrár Íslands. Haukur hefur setið í
fjölmörgum nefndum innan sem utan stjórnsýslunnar og stjórnum fyrirtækja m.a. í
stjórn Bifreiðaskoðunar Íslands hf., Stofnfisks hf., Íslenska
Járnbendifélagsins og háskólaráði Kennaraháskóla Íslands. 



Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði Háskólanum á Akureyri

Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði Háskólinn á Akureyri Kandídatspróf í
lögfræði frá Háskóla Íslands 1998. Framhaldsnám í heimspeki við University
College í Cork á Írlandi. Skipuð lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri frá
2012. Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012, lögfræðilegur
ráðgjafi félagsmálaráðherra 2009-2010, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
2007-2009 áður lögfræðingur hjá Lex lögmannsstofu 2006-2007, hjá Samtökum
iðnaðarins 2001-2006, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar 1999-2001,
lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis 1998-1999. Kennari við lagadeildir
háskólanna á Íslandi meðfram öðrum störfum. 



Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ

Stefán er með doktorspróf í félags- og hagfræði frá Oxford (1982), og M.A. í
félagsfræði  frá University of Edinburgh (1976).   Stefán hefur starfað við
Háskóla Íslands allt frá árinu 1980 og gegnt þar kennslu og stjórnunarstörfum.
Stefán hefur skrifað fjölda bóka sem gefnar hafa verið út og fjölda rannsóknar-
og fræðigreinar sem birst hafa bæði heima og erlendis. Stefán var formaður
stjórnar Íslenska Járnblendifélagsins 1992-2004, í stjórn Spalar hf. frá 1999
til 2004, formaður stjórnar Háskólabíós frá árinu 2000 og er nú formaður
stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins (frá 2007). 





Nánari upplýsingar veitir núverandi stjórnarformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, netfang iov@landlogmenn.is.