2012-11-16 15:17:49 CET

2012-11-16 15:18:50 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Norðurþing - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun ársins 2013 og 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings


Fjárhagsáætlun ársins 2012 og 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings voru teknar
fyrir í bæjarráði þann 15. nóvember s.l. og vísað til fyrri umræðu í
bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 20. nóvember n.k. 

Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ráð fyrir tekjuhækkunum sem að mestu tengjast
uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Almennar gjaldskrár hækka ekki en þó er
gert ráð fyrir einhverjum gjaldskrábreytingum í samræmi við almennar
verðlagsbreytingar. 

Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málaflokka A hluta verði um 1.689. milljónir
króna með jákvæða niðurstöðu á um 75 milljónir króna. Heildartekjur A hluta
verði um 2.212 milljónir króna. 

Í 3ja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir stighækkandi tekjum í samræmi við
uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka og að rekstrarstaðan batni milli ára en
þá mest á árinu  2015. 

Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins fara fyrir fyrri umræðu í nóvember en síðari
umræða og þá með tilheyrandi breytingum, verði það lagt til, fyrir 15.
desember.