2015-03-12 18:12:07 CET

2015-03-12 18:13:07 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hampiðjan hf. - Annual report (is)

Hampiðjan - Ársreikningur 2014


Árið 2014

  -- Rekstrartekjur voru 54,0 m€ og jukust um 7,1% frá fyrra ári úr 50,4 m€.  
  -- Hagnaður var 7,7 m€ en var 7,6 m€ árið áður. 



Lykilstærðir



  -- EBITDA af reglulegri starfsemi fyrir utan einskiptiskostnað vegna
     starfslokasamnings fv. forstjóra var 9,2 m€ en 7,8 m€ árið áður.  Að teknu
     tilliti til starfslokagreiðlunnar sem nam 1,6 m€ þá er EBITDA 7,6 m€.



  -- Hlutdeild í hagnaði HB Granda var 3,2 m€ en var 3,3 m€ árið áður.



  -- Heildareignir voru 95,1 m€ en í lok fyrra árs var efnahagurinn 88,7 m€.



  -- Vaxtaberandi skuldir voru 22,8 m€ en voru 24,2 m€ árið áður.



  -- Eiginfjárhlutfall var 66% en 63% árið áður.



  -- Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var 522 en var 509 árið þar á undan.



Rekstur



Rekstrartekjur samstæðunnar voru 54,0 m€ og jukust um 7,1% frá árinu áður.



Samstæðan samanstendur af sömu félögum og áður en með þeirri breytingu að  Swan
Net USA í Seattle bættist í samstæðuna í ársbyrjun 2014 og rekstur Hampidjan
USA var að mestu lagður inn í Swan Net USA um mitt árið. 



Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi var 10,5% af rekstrartekjum að teknu
tilliti til einskiptiskostnaðar eða 5,6 m€ en var 11,7% í fyrra eða 5,9 m€. 



Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda að frádregnum
fjármagnsgjöldum voru 2,9 m€ til tekna en voru 2,2 m€ til tekna á fyrra ári. 



Hagnaður ársins var 7,7 m€ en var 7,6 m€ árið 2013.



Efnahagur



Heildareignir voru 95,1 m€  og hafa hækkað úr 88,7 m€ í árslok 2013.  Hækkunin
er tilkomin að mestu vegna innkomu Swan Net USA ásamt hagnaði ársins. 



Eigið fé nam 62,6 m€, en af þeirri upphæð eru 7,8 m€ hlutdeild minnihluta í
eigin fé Swan Net Gundry á Írlandi, Swan Net USA, Fjarðaneta á Íslandi og
dótturfélags Cosmos Trawl í Danmörku. 



Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í árslok 66%
af heildareignum samstæðunnar. 



Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 22,8 m€ og lækkuðu um 1,4 m€ frá ársbyrjun.



Helstu tölur í íslenskum krónum



Miðað við gengi krónunnar gagnvart  evru þá er velta samstæðunnar 8,4
milljarðar ISK, EBITDA að teknu tillliti til einskiptiskostnaðar 1,2 milljarðar
og hagnaður svipuð tala eða 1,2 milljarðar.  Efnahagurinn er 14,7 milljarðar,
skuldir 5,0 milljarðar og eigið fé 9,7 milljarðar. 



Aðalfundur



Aðalfundur Hampiðjunnar verður haldinn föstudaginn 27. mars 2015 í fundarsal
félagsins að Skarfagörðum 4 í Reykjavík og hefst fundurinn klukkan 16:00. 



Tillaga stjórnar um arðgreiðslu



Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2015 vegna rekstrarársins 2014 verði
greiddar 0,67 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 326 milljónir ISK.  Arðurinn
verði greiddur í viku 19.  Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum
er 27. mars 2015, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í
hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 31. mars.  Arðleysisdagurinn er 30.
mars. 



Samþykkt ársreiknings



Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Hampiðjunnar hf. þann 12. mars
2015 



Ársreikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf., 
www.hampidjan.is. 



Hjörtur Erlendsson, forstjóri:



„Síðasta ár byrjaði rólega hvað sölu varðar en það lagaðist þegar leið á vorið.
 Sérstaklega átti það við um sölu á efnum til veiðarfæragerðar og fullbúnum
veiðarfærum en þar kom tímabilið frá sumri fram að áramótum vel út.  Lækkun á
olíuverði hafði áhrif á sölur á þeim mörkuðum Hampiðjunnar sem tengjast
olíuiðnaði en vegna þess  að hráefni framleiðslunnar er að miklu leyti unnið úr
olíuefnum þá jafnast áhrifin að nokkru leyti út. 



Undanfarin ár hefur sala samstæðunnar aukist ár frá ári bæði vegna innri og
ytri vaxtar og á árinu bættust við í samstæðuna stórt netaverkstæði í Seattle,
Swan Net USA og minna netaverkstæði í Strandby í Danmörku. Þessar viðbætur
tryggðu veltuaukingu samstæðunnar á árinu og munu í framhaldinu hafa jákvæð
áhrif á innri vöxt næstu árin. Einnig er verið að byggja upp öflugt
netaverkstæði í Klaksvik í Færeyjum ásamt útgerðarfyrirtækinu Varðin. 

Rekstrarhagnaður félagsins hefur verið góður á undanförnum árum og einnig hafa
fjárfestingar í öðrum félögum, sem er mestmegnis 8,83% eignarhlutur í HB Granda
hf., skilað félaginu góðri ávöxtun.   Lán hafa verið greidd niður undanfarin ár
samhliða því að fjárfest hefur verið í framleiðslutækjum og vöruþróun. 
Jafnframt hefur fyrirtækjum fjölgað í samstæðunni.“ 





Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.



Viðurkenndur ráðgjafi
Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.