2010-03-16 11:33:18 CET

2010-03-16 11:34:19 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Glitnir sjóðir - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um slit á Sjóði 1 - Skuldabréf og Sjóði 11 - Fyrirtækjaskuldabréf


Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að finna leið til að opna aftur Sjóð
1 - Skuldabréf og Sjóð 11 - Fyrirtækjaskuldabréf  með hagsmuni sjóðfélaga að
leiðarljósi. Til stóð að opna fyrir viðskipti ef aðstæður leyfðu. Þrátt fyrir
að sjóðurinn hafi tryggt góðan seljanleika til að mæta miklum innlausnum er sú
hætta fyrir hendi að erfitt geti verið að selja fyrirtækja- og
sveitarfélagabréf í eigu sjóðsins. Við slíkar aðstæður, þar sem mögulegar
innlausnir geta orðið miklar, er hætta á að eignasamsetning sjóðsins riðlist
verulega á mjög skömmum tíma. Það er því mat stjórnar Íslandssjóða hf. að
hagsmunum sjóðfélaga sé best borgið með því að slíta sjóðnum og um leið sé
jafnræði fjárfesta á endurheimtum best tryggt. 

Slit Sjóðs 1 og Sjóðs 11 fela í sér að allt laust fé verður greitt út til
sjóðfélaga, þ.e. innlán og andvirði ríkisskuldabréfa. Greitt var úr sjóðunum
þann 8. febrúar s.l. og er útgreiðsluhlutfall nú 69,2% af heildareignum fyrir
Sjóð 1 og 73,9% fyrir Sjóð 11. Í framhaldi er stefnt að útgreiðslum tvisvar á
ári af þeim eignum sem eftir standa og munu útgreiðslur ráðast af endurheimtum
og sölu skuldabréfa á hverjum tíma. 
Nánari upplýsingar veita Íslandssjóðir eða Ráðgjafar í Eignastýringu í
Íslandsbanka í síma: 440-4000