2015-03-13 09:33:57 CET

2015-03-13 09:34:59 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða Héraðsdóms í máli SHS gegn Lánasjóði sveitarfélaga


Í gær, 12. mars 2015, féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Slökkviliðs
Höfuðborgarsvæðisins bs. gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Í dómi Héraðsdóms er
viðurkennt að lán sem ágreiningur var um hafi verið í íslenskum krónum og
bundið ólögmætri gengistryggingu í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu. Þá var Lánasjóði sveitarfélaga gert að greiða
Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins 370.442.781 krónur þar sem lán það sem
ágreiningur var um hafði verið greitt upp að fullu miðað við að það væri í
erlendum myntum. Ekki hefur verið ákveðið hvort málinu verður áfrýjað til
Hæstaréttar Íslands. 

Umrætt lán var annað tveggja lána í lánasafni Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem
hvorki var tiltekin fjárhæð erlendra mynta né hlutfall þeirra í meginmáli
lánssamnings. Um hitt lánið hefur þegar verið dæmt, sbr. tilkynningu dags. 13.
nóvember 2013. Lánasjóður sveitarfélaga telur þau sjónarmið sem dómarnir um
þessi tvö lán byggja á ekki eiga við um önnur lán í lánasafni sjóðsins enda
hafi þessi tvö lán sérstöðu að framangreindu leiti, en eru þó ekki að öllu
leyti sambærileg. 

Dómsniðurstaðan hefur ekki áhrif á getu Lánasjóðsins til að standa við
skuldbindingar sínar. Þá er áréttað að ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort
málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. 

Meðfylgjandi er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Slökkviliðs
Höfuðborgarsvæðisins bs. gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. 

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4949
e-mail: ottar@lanasjodur.is