2007-11-22 17:25:58 CET

2007-11-22 17:25:58 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska Enska
Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Fitch staðfestir lánshæfismatseinkunn Landsbankans sem A með stöðugum horfum


Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Rating hefur í dag staðfest óbreytta
lánshæfiseinkunn Landsbankans sem: langtímaskuldbindingar A, skammtímaeinkunn
F1, stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur B/C. Horfur lánshæfismatsins eru
stöðugar. 

Í tilkynningunni tekur Fitch það fram að lánshæfismatseinkunnin endurspegli
leiðandi stöðu Landsbankans á heimamarkaði, aukna fjölbreytni í tekjum bankans,
varkár afskriftarframlög, góða eiginfjárstöðu og bættar fjármögnunarleiðir. Í
matinu er einnig tekið tillit til þess að hlutabréfastöður bankans eru enn
umtalsverðar og hugsanlegt umrót á innanlandsmarkaði og í annarri starfsemi
tengdri fjármálamörkuðum. 

Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá Moody's.
 

Frekari upplýsingar veita:
Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason s. 898 0177 og Halldór J.
Kristjánsson í s. 820 6399 og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri
Alþjóðasviðs í s. 820-6340.