2012-06-06 18:14:55 CEST

2012-06-06 18:15:56 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur maí 2012


Metfjöldi farþega og besta sætanýting í millilandaflugi frá upphafi

Í maí flutti félagið yfir 165 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 22%
fleiri en í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 82,2% og jókst um 5,0
prósentustig á milli ára.  Þetta er metfjöldi farþega og besta sætanýting
félagsins í maí mánuði frá upphafi.  Farþegum fjölgaði mest á
N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 31%. Aukningin á ferðamannamarkaðinum til
Íslands nam 26%, þar af jókst fjöldi ferðmanna frá N-Ameríku um 58%.  Fjöldi
ferðamanna frá N-Ameríku í maí hefur meira en tvöfaldast síðustu 2 ár, einkum
vegna nýrra fluga til borganna Denver, Washington og Seattle. 

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 29 þúsund í maí sem er
hækkun um 9% á milli ára. Sætanýting nam 70,1% og jókst um 5,6 prósentustig á
milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 23% m.v. maí á síðasta
ári, þar sem fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra. 
Fraktflutningar jukust um 31% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum
félagsins jókst um 32% frá maí á síðasta ári. Herbergjanýting var 71,1% og var
0,2 prósentustigum lægri en í maí 2011. 



MILLILANDAFLUG                    MAÍ 12   BR. (%)     ÁTÞ 12   BR. (%)
-----------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                   165.420       22%    606.780       19%
Sætanýting                         82,2%   5,0 ppt      78,6%   4,1 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000)    579.848       17%  2.149.893       14%
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG   MAÍ 12   BR. (%)     ÁTÞ 12   BR. (%)
-----------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                    29.131        9%    137.538        4%
Sætanýting                         70,1%   5,6 ppt      70,1%   2,1 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000)     13.534        0%     62.882        0%
LEIGUFLUG                         MAÍ 12   BR. (%)     ÁTÞ 12   BR. (%)
-----------------------------------------------------------------------
Flugvélanýting                     93,6%  -6,4 ppt      89,2%  -6,8 ppt
Seldir blokktímar                  2.485      -23%     13.166      -11%
FRAKTFLUTNINGAR                   MAÍ 12   BR. (%)     ÁTÞ 12   BR. (%)
-----------------------------------------------------------------------
Framboðnir tonnkm. (ATK´000)      15.917       16%     64.699       10%
Seldir tonnkm. (FTK´000)           8.668       31%     37.502       22%
HÓTEL                             MAÍ 12   BR. (%)     ÁTÞ 12   BR. (%)
-----------------------------------------------------------------------
Framboðnar gistinætur             21.793       32%     95.021       18%
Seldar gistinætur                 15.497       32%     61.710       31%
Herbergjanýting                    71,1%  -0,2 ppt      64,9%   6,4 ppt



Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s:
840-7010