2019-08-22 11:19:45 CEST

2019-08-22 11:19:48 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kópavogsbær: Niðurstaða skuldabréfaútboðs


Útboð á skuldabréfum í skuldabréfaflokknum KOP 15 1 fór fram í dag, 21. ágúst 2019. Um er að ræða verðtryggð bréf með lokagjalddaga 4. maí 2040 sem bera jafnar afborganir.

Tilboð bárust fyrir samtals 3.535 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfu á bilinu frá 1,80% til 1,99%. Var ákveðið að taka tilboðum að fjárhæð 2.635 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 1,95%. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna verði mánudaginn 26. ágúst næstkomandi og að skuldabréfin verði í framhaldi tekin til viðskipta.

Íslandsbanki var umsjónaraðili útboðsins.