2013-04-05 01:21:30 CEST

2013-04-05 01:21:54 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Hluthafafundir

Endanleg dagskrá og tillögur aðalfundar Vodafone


Aðalfundur Vodafone (Fjarskipta hf.) verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2013.

Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl.16:00

Endanleg dagskrá aðalfundar Vodafone (Fjarskipta hf.) er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
  2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
  3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um
     hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins.
  4. Ákvörðun um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2012.
  5. Tillaga að breytingum á samþykktum (breytt ákvæði um stjórn vegna
     lagaákvæðis um kynjahlutfall o.fl.).
  6. Kosning stjórnar félagsins.
  7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
  8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
  9. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.
 10. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum.
 11. Önnur mál löglega upp borin.

Endanlegar tillögur stjórnar eru í hjálögðu skjali.

Varðandi framboð til stjórnar bendir stjórn Fjarskipta hf. á að framboði ber að
skila fimm dögum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a laga nr. 2/1995.

Hvað varðar rétt hluthafa til að setja málefni á dagskrá, veitingu umboðs fyrir
aðalfund og atkvæðagreiðslu bendir stjórn Fjarskipta hf. á samþykktir félagsins.

Gögn fundarins eru aðgengileg á vef félagsins -
http://www.vodafone.is/fjarfestatengsl


[HUG#1690505]