2022-07-01 10:30:00 CEST

2022-07-01 10:30:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 5. júlí 2022


Arion banki verður með útboð á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CB 27 þriðjudaginn 5. júlí nk.
Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur ARION CB 22 eiga þess kost á að selja bréf í flokknum gegn kaupum á ARION CB 27 á ávöxtunarkröfunni 5,15% eða hreina verðinu 100,185.

Útboð ARION CB 27 verður með hollensku fyrirkomulagi þar sem öll skuldabréfin verða seld á sama verði eða hæsta samþykkta álagi. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta

 Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 12. júlí 2022.

Arion banki mun ekki vera með útboð á sértryggðum skuldabréfum í ágúst. Næsta útboð verður haldið í september.

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 5. júlí 2022.