2008-10-29 18:45:38 CET

2008-10-29 18:46:39 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Icebank - Fyrirtækjafréttir

Vegna endurmats Seðlabankans á óvörðum verðbréfum


Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt Sparisjóðabanka Íslands hf. að verðmæti
óvarinna verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum
og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka, hafi verið endurmetin. 
Jafnframt krafði Seðlabankinn Sparisjóðabanka Íslands um auknar tryggingar
vegna þeirra veðlána. Krafa um auknar tryggingar nemur um 60 milljörðum króna. 

Seðlabanki Íslands hefur veitt Sparisjóðabankanum tveggja vikna frest til þess
að leggja fram umræddar tryggingar. 

Sparisjóðabanki Íslands leitar nú samninga við Seðlabankann og /eða ríkissjóð
vegna þessa endurmats Seðlabanka Íslands.