2009-10-30 09:15:20 CET

2009-10-30 09:16:21 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Verðbréfun hf. - Ársreikningur

- 6 mánaða reikningur 2009


Þann 29. október 2009 var stjórnarfundur Verðbréfunar hf. haldinn að
Austurstræti 11, 101 Reykjavík, þar sem árshlutareikningur félagsins fyrir
janúar til júní 2009 var lagður fram og samþykktur. 

Umfjöllun um árshlutareikninginn og ákvarðanir stjórnar og hluthafa
Stjórn og hluthafar samþykktu árshlutareikning Verðbréfunar fyrir janúar til
júní 2009 á fundi sínum 29.10.2009. 

Starfsemi Verðbréfunar hf. var í lágmarki á tímabilinu. Lánasafn Verðbréfunar
hefur lækkað frá 31. desember 2008 um 1,7%. Útdráttur skuldabréfa hefur verið í
jafnvægi á tímabilinu og verið dregið út úr safnbréfaflokkum í samræmi við
inngreiðslur lána. Rekstrarhagnaður Verðbréfunar hf. janúar til júní 2009 var
neikvæður um 129.000 kr. fyrir og eftir útreikning skatta. 
Heildareignir félagsins hafa lækkað um 18 miljónir króna frá 31. desember 2008
eða um 4,7%. Eigið fé félagsins lækkaði á sama tíma um 129.000 kr. frá fyrra
ári. 

Framtíð félagsins
Stjórn Verðbréfunar hf. hefur leitað til eiganda félagsins um að rekstri
Verðbréfunar hf. verði hætt. Sú ákvörðun hefur verið staðfest af NBI hf.
Ákveðið hefur verið að NBI hf. kaupi útistandandi skuldabréf Verðbréfunar hf. á
sama verði og uppgreiðsluvirði safnbréfa félagsins. 

Upplýsingar um ársreikning Verðbréfunar gefur Haukur Agnarsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfunar í síma 410 7735