2014-02-05 15:43:49 CET

2014-02-05 15:44:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - Ársuppgjör 2013


Fjórði ársfjórðungur 2013

  * Hagnaður og hagnaður á hlut jukust um 75% milli ára. Hagnaðurinn nam 14
    milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 8 milljónir dala á fjórða
    ársfjórðungi 2012.
  * Sala nam 128 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 98 milljónir dala á
    fjórða ársfjórðungi 2012. Söluvöxtur var 29%, þar af 7% innri vöxtur,
    hvortveggja mælt í staðbundinni mynt.
  * EBITDA jókst um 69% og nam 24 milljónum Bandaríkjadala og 19% af sölu,
    samanborið við 14 milljónir dala og 15% af sölu á fjórða ársfjórðungi 2012.
    Leiðrétt fyrir áhrifum af keyptum félögum var EBITDA 20% af sölu.
  * Handbært fé frá rekstri jókst um 14% og nam 29 milljónum Bandaríkjadala.

Ársuppgjör 2013

  * Hagnaður og hagnaður á hlut jukust um 8% milli ára. Hagnaðurinn nam 41
    milljón Bandaríkjadala og 9% af sölu, samanborið við 38 milljónir dala og
    9% af sölu 2012.
  * Sala nam 436 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 399 milljónir dala
     2012. Söluvöxtur var 9%, þar af 2% innri vöxtur, hvortveggja mælt í
    staðbundinni mynt.
  * Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 12%, þar af 2% innri vöxtur, hvort
    tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  * Sala á stoðtækjum jókst um 6%, þar af 4% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í
    staðbundinni mynt.
  * Framlegð nam 270 milljónum Bandaríkjadala og 62% af sölu, samanborið við
    248 milljónir Bandaríkjadala og 62% af sölu 2012.
  * EBITDA framlegð nam 75 milljónum Bandaríkjadala og 17% af sölu, samanborið
    við 70 milljónir dala og 18% af sölu 2012. Leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði
    og áhrifum af keyptum félögum var EBITDA 19% af sölu.
  * Handbært fé frá rekstri er áfram sterkt og nam 73 milljónum Bandaríkjadala
    og 17% af sölu, samanborið við 71 milljón dala og 18% af sölu 2012.
  * Á árinu var gengið frá þremur fyrirtækjakaupum. Sala frá keyptum fyrirtækjum
    nemur 26 milljónum dala 2013.
  * Aðgerðir til að draga úr kostnaði sem vonu framkvæmdar á fyrri helmingi
    ársins, skiluðu 5 milljónum Bandaríkjadala í sparnað 2013.

Áætlun 2014

Áætlun stjórnenda fyrir árið:

  * Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 14-16%.
  * Innri söluvöxtur á bilinu 2-4%, mælt í staðbundinni mynt.
  * EBITDA sem hlutfall af veltu, á bilinu 17-19%.
  * Fjárfestingar (CAPEX), á bilinu 2,5-3,5%.
  * Virkt skatthlutfall í um 26%.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Síðasta fjórðungur ársins var mjög góður endir á árinu. Fjórði ársfjórðungur er
annar  fjórðungurinn  í  röð  þar  sem  við  sjáum  mjög góðan rekstrarhagnað og
áframhaldandi  sterkt sjóðsstreymi.   Aðhaldsaðgerðirnar sem  við hófum  á öðrum
ársfjórðungi  hafa skilað  tilætluðum árangri.  Enn eitt  árið sýnir   EMEA mjög
góðan  árangur og á Bandaríkjamarkaði  sáum við merki um  jákvæða þróun á seinni
hluta  ársins. Eins og á undanfönum árum náðum  við mjög góðum árangri í Asíu. Á
árinu styrktum við stöðu okkar og gengum frá kaupum á þremur fyrirtækjum."

Össur hf. Ársuppgjör 2013 - Hádegisverðarfundur  með markaðsaðilum fimmtudaginn
6. febrúar

Fimmtudaginn  6. febrúar  kl.  11:00 verður  símafundur  með  fjárfestum  og kl.
12:00, í  kjölfarið  á  símafundinum,  býður  félagið  markaðsaðilum á Íslandi á
hádegisverðarfund   þar  sem  Jón  Sigurðsson,  forstjóri  og  Sveinn  Sölvason,
fjármálastjóri munu fara yfir niðurstöður fjórða ársfjórðungs og ársins í heild.
Innhringinúmer fyrir símafund: 800-8660

Hádegisverðaarfundur 6. febrúar kl. 12:00
Staður: Össur hf, Grjótháls 5, 4. hæð


[HUG#1759431]