2013-12-03 09:59:04 CET

2013-12-03 09:59:28 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Síminn gagnstefnir Vodafone


Þann 1. nóvember sl. stefndi Vodafone Símanum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til
greiðslu skaðabóta vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2001 til 2007. Brotin
fólust í ofrukkun á lúkningargjöldum sem innheimt voru fyrir hverja talaða
mínútu í símtölum sem enduðu í farsímakerfi Símans. Ofgreiðslur Vodafone vegna
þessa námu 913 milljónum króna á tímabilinu og krafðist félagið þess að fá þá
upphæð endurgreidda auk vaxta. Kröfugerð Vodafone byggir m.a. á niðurstöðu
Samkeppniseftirlitsins og áfrýjunarnefndar samkeppnismála.



Síminn hefur nú gagnstefnt Vodafone fyrir sambærilegan meintan ólögmætan
verðþrýsting sem hann telur Vodafone hafa beitt Símann á sama tímabili og
ofangreind stefna Vodafone á hendur Símanum nær til. Krafa Símans á hendur
Vodafone er með vöxtum að fjárhæð 2,5 milljarðar króna. Sá grundvallarmunur er á
stefnum Símans og Vodafone, að stefna Vodafone á hendur Símanum fær stoð í
niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en
kröfugerð Símans á hendur Vodafone gerir það ekki.

Síminn hefur farið þess á leit við dómstóla að málin verði sameinuð í eitt mál.

Vodafone ítrekar að óvissa ríkir um niðurstöðu dómsmálsins. Tapi Vodafone
dómsmáli þessu mun það hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins en vinni Vodafone
málið mun það, líkt og áður hefur komið fram, hafa jákvæð áhrif á fjárhag
félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs
Vodafone.


[HUG#1747319]