2014-10-23 10:38:24 CEST

2014-10-23 10:39:25 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsbankinn hf. - Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf.: Töku LBANK CB 17 til viðskipta á Nasdaq Iceland frestað


Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum hf. þann 16. október var tilkynnt um
útgáfu LBANK CB 17 sem er flokkur sértryggðra skuldabréfa, óverðtryggð til
þriggja ára, að fjárhæð 200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,3%. Í tilkynningunni
kom einnig fram að stefnt væri að töku LBANK CB 17 til viðskipta á Nasdaq
Iceland þann 23. október 2014. Það mun ekki ganga eftir en gert er ráð fyrir
því að þessi flokkur verði tekinn til viðskipta á Nasdaq Iceland í síðasta lagi
þann 15. desember næstkomandi. 



Nánari upplýsingar veita:

Kolbrún Guðlaugsdóttir, fjárfestatengill, ir@landsbankinn.is og í síma 410 4014

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi, pr@landsbankinn.is og í síma 410 4011