2023-03-24 11:38:33 CET

2023-03-24 11:38:37 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsbréf hf. - Ársreikningur

Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022


Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa eftir skatta var tæpar 814 milljónir króna á árinu 2022 samanborið við 1.410 milljónir króna árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu tæpum 2.019 milljónum króna á árinu 2022 samanborið við 2.937 milljónir króna árið áður.
  • Eigið fé í lok árs 2022 var tæpar 3.783 milljónir króna samanborið við 5.969 milljónir króna í árslok 2021. Stjórn Landsbréfa mun leggja til á aðalfundi að greiddur verði 700 m. kr. arður til hluthafa, en arðgreiðsla árið áður voru 3 milljarðar króna. Landsbréf hf. er dótturfélag Landsbankans hf. og hluti af samstæðu hans.
  • Alls voru tæplega 20 þúsund sjóðfélagar í sjóðum Landsbréfa og voru eignir í eigna- og sjóðastýringu samtals um 456 milljarðar króna í lok árs 2022.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á árinu 2022 og var hagnaður tæpar 814 milljónir króna. Sú fjárhæð er heldur lægri en árið áður, sem var metár sem einkenndist m.a. af miklum árangurstengdum þóknunum.

Árið 2022 var krefjandi ár bæði á fjármálamörkuðum hér á landi og erlendis. Á sama tíma og áhrif Covid heimsfaraldursins tóku að fjara út á fyrri hluta ársins þá hófust styrjaldarátök í Úkraínu og samhliða miklar verðhækkanir á hrávörumörkuðum sem höfðu mikil áhrif á fjármálamarkaði. Verðbólga óx hratt eftir því sem leið á árið og gilti það jafnt um Ísland og önnur lönd austan hafs og vestan. Seðlabankar um allan heim hafi hækkað vexti og sér ekki fyrir endann á því ferli. Það eru því krefjandi tímar á eignamörkuðum um þessar mundir og skiptir miklu máli að vandað sé til verka við ávöxtun fjármuna. Það er verkefni sem Landsbréf taka alvarlega, enda hafa Landsbréf um árabil skilað fjárfestum í sjóðum félagsins góðri ávöxtun og reynslumiklir starfsmenn félagsins leggja sig fram við að standa undir því trausti sem hinn mikli fjöldi sjóðfélaga sýnir Landsbréfum. Landsbréf hafa um árabil verið í fararbroddi sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi og býður upp á fjölbreytt úrval verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða, auk þess sem félagið sinnir afmörkuðum eignastýringarverkefnum fyrir lífeyrissjóði og fleiri stærri fjárfesta.“

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500 og upplýsingar um sjóði félagsins má finna á vefsíðu Landsbréfa, landsbref.is.

Viðhengi