2013-03-20 17:34:05 CET

2013-03-20 17:35:06 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. – Undirritun Aðalmiðlarasamninga


Í dag, 20. mars 2013, var skrifað undir samninga milli Lánasjóðs sveitarfélaga
ohf. og aðalmiðlara í tengslum við útgáfu skuldabréfa lánasjóðsins og
viðskiptavakt á eftirmarkaði í flokkum LSS150224 og LSS150434. Markmiðið með
samningnum er að styrkja aðgang lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndun á
eftirmarkaði. 

Frá 26. mars 2013 hafa fimm fjármálastofnanir heimild til að kalla sig:"Aðalmiðlara með skuldabréf lánasjóðsins". Þær eru: Arion banki hf.,
Íslandsbanki hf., Landsbankinn hf., MP banki hf. og Straumur fjárfestingabanki. 

Nánari upplýsingar veitir:
Egill Skúli Þórólfsson
Sími: 515 4947
e-mail: egill@lanasjodur.is