2015-08-11 23:45:00 CEST

2015-08-11 23:45:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
HS Orka hf. - Ársreikningur

HS Orka hf. birtir árshlutareikning fyrir fyrri helming ársins 2015


Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins
fyrir fyrri helming ársins 2015. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum.
Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is 

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

Rekstartekjur fyrirtækisins hækkuðu um 7% og námu 3.826 milljónum á tímabilinu,
samanborið við 3.582 m.kr. á fyrri hluta ársins 2014. Lækkun á virði afleiða
(framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) nam 1.239 m.kr. á
tímabilinu en var neikvæð um 242 m.kr. á fyrri helmingi 2014. Gengistap var 282
m.kr. á tímabilinu, samanborið við gengishagnað upp 221 m.kr. á sama tímabili
2014. 

Hagnaður tímabilsins af reglulegri starfsemi nam 142 m.kr. samanborið við 740
m.kr. hagnað á sama tímabili 2014. Heildarafkoma var hins vegar hagnaður upp á
75 m.kr. samanborið við 715 m.kr. hagnað á fyrri hluta ársins 2014. 

EBITDA jókst um 13% á milli tímabila og er alls 1.515 m.kr. á fyrri helmingi
ársins 2015 en var 1.344 m.kr. á sama tímabili 2014. 

Rekstur HS Orku hf. gengur því vel þrátt fyrir neikvæða afkomu af reiknuðum
fjármagnsliðum. Tekjur jukust á milli ára um 244 m.kr. en rekstrarkostnaður
hækkaði um 98 m.kr.. Tekjur hafa aukist bæði frá smásölumarkaði og frá
stórnotendum.  Rekstrarkostnaður orkuvera hefur aukist nokkuð, orkukaup hafa
aukist talsvert og flutningskostnaður hækkað sömuleiðis. 

Eiginfjárhlutfall 30. júní 2015 var 58,8% en var í árslok 2014 59,7%.

Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 520
9300 / 855 9301