2017-03-02 18:20:33 CET

2017-03-02 18:20:33 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
Heimavellir hf. - Ársreikningur

Heimavellir hf.: Ársreikningur samstæðu 2016


  * Leigutekjur námu 1.495 m.kr. (2015: 512 m.kr.)
  * Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 655 m.kr. (2015: 119
    m.kr.)
  * Hagnaður ársins var 2.217 m.kr. (2015: 63 m.kr.)
  * Eigið fé í árslok var 11.621 m.kr. (2015: 1.089 m.kr.)
  * Eiginfjárhlutfall var 26,9% í árslok 2016 (2015: 10,5%)
  * Eignasafn fjórfaldast milli ára og er 42.930 m.kr. í árslok 2016 (2015:
    10.150 m.kr.)
  * Stjórnendur vænta þess að leigutekjur ársins 2017 verði ríflega 3.000 m.kr.
    miðað við núverandi eignasafn og áætlaðan afhendingartíma nýrra eigna.
  * Heimavellir leigufélag slhf. á 99,99% hlutafjár í Heimavöllum hf. Hlutafé
    Heimavalla leigufélags slhf. við árslok 2016 var 8.757 m.kr.


Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla:
"Rekstur Heimavalla var í takt við væntingar stjórnenda á árinu. Vel hefur
gengið að stækka félagið og efnahag þess sem er mikilvæg forsenda þess að hægt
sé að skrá það á markaði síðar á þessu ári. Í árslok rak félagið 1.714
leiguíbúðir samanborið við 445 íbúðir í upphafi árs.
Félagið rekur leiguíbúðir í öllum landshlutum og tekur þátt í að byggja upp
skilvirkan og sanngjarnan leigumarkað á viðkomandi stöðum með öryggi leigjenda
að leiðarljósi. Helstu verkefni ársins er að hlúa að núverandi eignasafni
félagsins auk þess sem félagið leggur áherslu á frekari stækkun á
höfuðborgarsvæðinu og er að skoða ýmsa spennandi möguleika þar að lútandi.
Síðast en ekki síst er félagið að undirbúa sig fyrir skráningu í Kauphöll
Íslands sem fyrirhuguð er á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Stjórnendur vænta
þess að leigutekjur ársins 2017 verði ríflega 3.000 m.kr. og að íbúðir í rekstri
í árslok verði ríflega 2.000."

Aðalfundur Heimavalla leigufélags slhf. eiganda Heimavalla hf. verður haldinn
fyrir lok mars.

Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, s: 896-0122

[]