|
|||
![]() |
|||
2025-03-21 16:43:28 CET 2025-03-21 16:43:28 CET REGULATED INFORMATION Eik fasteignafélag hf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendumEik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélagsStjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. Hreiðar Már tekur við starfinu í framhaldi af aðalfundi félagsins þann 10. apríl næstkomandi af Garðari Hannesi Friðjónssyni sem leitt hefur félagið og byggt upp undanfarin 22 ár. Hreiðar Már er með B.A. gráðu í fjármálum frá London South Bank University Business School og M.Sc. gráðu í fjármálum, fjárfestingum og bankastarfsemi frá sama skóla. Hreiðar Már hefur víðtæka reynslu af fjárfestinga- og fjármálastarfsemi. Hann kemur til Eikar frá Arion banka þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar á fyrirtækja og fjárfestingabankasviði. Áður hafði Hreiðar Már starfað við útlánastarfsemi til fyrirtækja, eignastýringu og ráðgjöf í 20 ár. Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar fasteignafélags: „Við erum afar ánægð með að fá Hreiðar Má til liðs við okkar öfluga félag og hlökkum til samstarfsins. Við teljum að reynsla hans og framtíðarsýn muni styrkja stöðu félagsins á markaði og styðja við áframhaldandi arðbæran vöxt og þróun þess. Framundan eru fjölmörg tækifæri.“ Hreiðar Már Hermannsson: „Eik er spennandi fyrirtæki, sem starfar á markaði sem mun vaxa og taka breytingum á komandi misserum. Efnahagur félagsins er fyrna sterkur auk þess sem það atvinnuhúsnæði og þeir þróunarmöguleikar sem eru nú þegar á efnahagsreikningnum eru mjög áhugaverðir. Samfélagið okkar er að breytast, þarfir atvinnulífsins eru að breytast og Eik fasteignafélag er í kjör aðstöðu til að láta þar að sér kveða. Ég þakka stjórn Eikar traustið og hlakka til að vinna með starfsmönnum og viðskiptavinum að tækifærum sem blasa við félaginu.“ ![]() |
|||
|