|
|||
![]() |
|||
2025-03-21 16:52:36 CET 2025-03-21 16:52:36 CET REGULATED INFORMATION Brim hf. - Niðurstöður hluthafafundarLeiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur:
Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsréttindadagur er 24. mars 2025. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags. Hluthöfum mun standa til boða að fá arðgreiðslu greidda í evrum, sem mun byggja á ISK/EUR miðgengi Seðlabanka Íslands eins og það er tilgreint við lok dags, síðasta dag fyrir arðgreiðslu eða 29. apríl 2025. Hluthafar sem hyggjast óska eftir arðgreiðslu í evrum skulu tilkynna það fyrir lok dags 15. apríl 2025 á þar til gert eyðublað, sem er aðgengilegt hér. www.brim.is/fjarfestar/adalfundur
Samþykkt óbreytt starfskjarastefna.
Samþykkt að þóknun næsta starfsárs til stjórnarmanna verði 383.000 kr. á mánuði, varaformaður fá einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut.
Stjórn var sjálfkjörin þar sem frambjóðendur voru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem kjósa á um á fundinum. Stjórnina skipa:
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum og skipaði í undirnefndir stjórnar. Formaður stjórnar er Kristján Þ. Davíðsson og varaformaður stjórnar er Anna G. Sverrisdóttir. Skipun í undirnefndir stjórnar
Samþykkt að Gunnar Þór Ásgeirsson, verði tilnefndur sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd félagsins.
Aðalfundur samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er. Heimild þessi skal aðeins nýtt í þeim tilgangi að koma á formlegri endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin bréfum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar. ![]() |
|||
|