2009-08-26 21:01:41 CEST

2009-08-26 21:02:41 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2009


Lánasjóður sveitarfélaga starfar sem lánafyrirtæki skv. lögum um
fjármálafyrirtæki og skv. lögum um hlutafélög. Hlutverk sjóðsins er að tryggja
íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum
kjörum til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Sveitarfélögin bera
ekki ábyrgð á skuldbindingum hans, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í
tekjum sveitarfélaga skv. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr.
reglugerð um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélags nr.
123/2006. Helstu niðurstöður úr ársreikningum sjóðsins í m.kr. eru: 

Rekstur tímabils m.kr            1H2009   1H2008   1H2007   2008     2007
Hreinar vaxtatekjur              686      1.698    597      2.720    1.385
Aðrar rekstrartekjur             -31      -495     115      -1.390   -97
Almennur rekstrarkostnaður       69       41       30       105      70
Hagnaður tímabilsins             586      1.163    682      1.225    1.219   

                                 30.jún   31.des   30.jún   31.des   30.jún
Efnahagur í lok tímabils m.kr.   2009     2008     2008     2007     2007  
Útlán                            63.825   60.358   44.317   39.267   35.317 
Aðrar eignir                     4.540    3.598    4.800    2.466    3.622
Langtímaskuldir                  54.947   51.025   35.430   29.255   26.422
Aðrar skuldir                    1.558    1.658    2.476    2.430    3.049
Eigið fé                         11.859   11.273   11.211   10.048   9.468
CAD-hlutfall Basel II            62%      57%      87%      -        -       

Afkoma lánasjóðsins á fyrri hluta ársins 2009 var í samræmi við væntingar og er
tekjuafgangur 586 m.kr. á móti 1.163 m.kr. fyrir sama tímabil fyrra árs. 
Útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé eru verðtryggð og þar sem hækkun vísitölu
á fyrri hluta árs er lægri en á sama tímabili í fyrra skýrir það lægri afkomu
nú samanborið við 2008. Vextir af þeim lánum hafa verið óbreyttir frá síðasta
hausti 4,25%. Einnig var ávöxtun á lausu fé lægri en á sama tímabili á síðasta
ári, en er þó góð miðað við efnahagsástand. 

Á tímabilinu var skuldabréf útgefið af SPRON fært að fullu niður í bókum
sjóðsins. Sjóðurinn mun krefja skilanefnd um greiðslu skuldarinnar en óvíst er
með heimtur. Sama á við um afleiðuskuld Glitnis banka við sjóðinn sem sjóðurinn
hefur lýst í þrotabú bankans. 

Útborguð langtímalán á fyrri hluta ársins 2009 voru 4,9 ma.kr., samanborið við
6,3 ma.kr. á sama tíma árið 2008. Vanskil eru engin og hefur sjóðurinn ekki
tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967. 

Á tímabilinu gaf sjóðurinn út skuldabréf að fjárhæð 6,5  ma.kr. á innlendum
skuldabréfamarkaði. 

Eigið fé í lok tímabilsins var 11,9 ma.kr. á móti 11,2 ma.kr. um  mitt ár 2008.
Vegið eiginfjárhlutfall, svonefnt CAD-hlutfall, var í lok tímabilsins 62%
samkvæmt hinum nýju Basel II reglum. 

Gert er ráð fyrir að hagnaður lánasjóðsins fyrir árið í heild verði svipaður
því sem var síðastliðin tvö ár, en það mun aðallega ráðast af hækkun verðlags
það sem eftir lifir árs og þróun skammtímavaxta. 

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 3.
september 2009 í starfstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson
framkvæmdastjóri og Magnús B. Jónsson formaður stjórnar munu kynna afkomu og
efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin hefst kl. 16:00. 

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.