2011-05-17 16:04:23 CEST

2011-05-17 16:05:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

ársreikningur 2010 - Góður viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar


Rekstrarniðurstaða samstæðu jákvæð um 13.671 mkr árið 2010


Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram á fundi borgarstjórnar í dag.
Þar kemur fram að afkoma borgarsjóðs var mun betri á síðasta ári en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Viðsnúningur í rekstri borgarinnar er umtalsverður. Er
rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B- hluta, jákvæð um 13.671
mkr. 

Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, sem hefur með hinn almenna rekstur borgarinnar að
gera, var jákvæð um 803 mkr en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að niðurstaðan
yrði neikvæð um 2.369 mkr. Niðurstaðan var því um 3.171 mkr betri en áætlað
var. Þetta skýrist einkum af því að skatttekjur voru umfram áætlun, gjaldfærsla
vegna breytingar lífeyrisskuldbindingar og húsaleigubætur voru undir áætlun og
fagsviðin héldu sig innan fjárheimilda að mestu þrátt fyrir þungar
hagræðingarkröfur. 

Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs var jákvæð um 670 mkr, en áætlun gerði ráð fyrir
2.264 mkr hagnaði . Frávik frá áætlun er því 1.594 mkr, sem skýrist einkum af
niðurfærslu krafna að fjárhæð 1.147 mkr og breyttum reikningsskilaaðferðum
vegna leiguskuldbindinga sem ekki var áætlað fyrir. Viðbótargjaldfærslur vegna
þeirra nema 420 mkr. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sameiginleg niðurstaða fyrir Aðalsjóð og
Eignasjóð, var því jákvæð um 1.472 mkr en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir að
niðurstaðan yrði neikvæð um 105 mkr. Niðurstaðan er því 1.577 mkr betri en gert
var ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fjármagnsliði var neikvæð um
218 mkr en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.855 mkr.
Niðurstaðan var því 1.637 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir. Góða afkomu
A-hluta má einkum rekja til hærri útsvarstekna en áætlaðar voru sem skýrist af
meiri launahækkunum og áhrifum úttektar á séreignarsparnaði. Þá voru tekjur af
fasteignagjöldum vanáætlaðar um rúmlega 800 mkr þar sem álagningarstofn lá ekki
fyrir við gerð áætlunar. Rekstrarútgjöld reyndust hins vegar um 1.100 mkr hærri
en áætlað var. 

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um
13.671 mkr árið 2010 en árið 2009 var hún neikvæð um 1.650 mkr. Þessi
viðsnúningur skýrist einkum af auknum tekjum A-hluta og gengishagnaði í
samstæðunni. Fjármagnsliður var neikvæður um 12.655 mkr árið 2009 en er nú
jákvæður um 10.505 mkr. 

Eiginfjárhlutfall samstæðunnar jókst á milli ára, fer úr 26,4% árið 2009 í
30,8% árið 2010. Skuldsetningarhlutfall fer úr 239% árið 2009 í 191% árið 2010. 


         Nánari upplýsingar veitir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri
Reykjavíkurborgar, í síma 693 9321.