2011-03-17 09:50:14 CET

2011-03-17 09:51:14 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun og Norræni Fjárfestingarbankinn undirrita nýjan lánasamning



Landsvirkjun og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) skrifuðu í gær, 16. mars,
undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara eða að
jafnvirði um 8,6 milljarða króna. 

Lokagjalddagi lánsins er 2027 og ber lánið Libor millibankavexti auk hagstæðs
álags. Lánið er mikilvægur áfangi í heildarfjármögnun Búðarhálsvirkjunar en
Landsvirkjun hefur unnið að fjármögnun verkefnisins á undanförnum misserum.
Vonir standa til að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ljúki fljótlega. Lánið er hið
fyrsta sem bankinn veitir til íslensks fyrirtækis eftir október 2008. 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

„Lánið er stór áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og við erum skrefi nær í
að ljúka fjármögnun verkefnisins. Lánveiting bankans endurspeglar mikið traust
á fyrirtækinu, en staða Landsvirkjunar hefur sjaldan verið sterkari“. 



Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, deildarstjóri fjármáladeildar, í
síma 515-9028, netfang: kristjan@lv.is og Davíð Ólafur Ingimarsson, yfirmaður
lánamála, í síma 515-9233, netfang: david@lv.is.