2013-04-18 11:36:33 CEST

2013-04-18 11:37:34 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Stykkishólmsbær - Ársreikningur

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2012


Í dag 18. apríl 2012 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2012 tekinn til fyrri
umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á
tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 15. maí n.k. 

Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók
gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert
ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við
ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu
leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar
á grundvelli þeirra.  Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum
reikningsskilaaðferðum. 

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 byggir á sömu
reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur. 



Helstu lykiltölur: Sjá viðhengi.



Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 916,1 millj. kr. samkvæmt
samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki,
en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 845,8 millj. kr. 

Rekstrargjöld A og B hluta námu 764,2 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta
bæjarsjóðs 735,3 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga
starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 11,0 millj.  samkvæmt
ársreikningi  en jákvæð um 4,5 millj. kr. í  samanteknum ársreikningi A og B
hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam, eftir að
lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 863,9 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.051,8 millj. kr. 

Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er jákvæð um 4,5 millj. kr.
miðað við 47,7 millj. kr. tap á árinu 2011. Meginátæður eru fyrir þessu eru: 



  1. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var jákvæð um 11,0  millj. 2012 miðað
     við 35,1 millj. kr. tap á árinu 2011.  Helstu ástæður þessarar
     rekstrarniðurstöðu má rekja til 17,2 milljónum kr. hækkun á útsvari miðað
     við fjárhagsáætlun. Einnig urðu fjármagnsgjöld lægri, þar sem verðbólga
     reyndist minni en áætlun gerði ráð fyrir. Einnig er jákvætt að tekjur eru
     að aukast hjá Stykkishólmsbæ A-hluta eða úr 764,7 millj. kr.  árið 2011 í
     845,8 milljónir króna árið 2012.



  1.  Í öðru lagi er jákvætt að Hafnarsjóður var rekinn með u.þ.b. 3,1 millj.
     kr. hagnaði miðað við 1,0 milljón kr. hagnað árinu á undan.



  1. Í þriðja lagi skilar Fráveita 0,7 milljón kr. hagnaði miðað við 4,2 milljón
     kr. tapi á árinu 2011.



  1. Síðast en ekki síst þá hefur skuldahlutfall miðað við tekjur batnað milli
     ára og er komið niður fyrir 150% af skatttekjum.



Helstu fjárfestingarhreyfingar eru annars vegar sala á Ásklif 4a að upphæð 26,1
milljónir króna, hins vegar fjárfestingar að upphæð 64,4 milljónir króna og
vegur fjárfesting í slökkvibíl að upphæð 13,6 milljónir, gatnagerð 13,3
milljónir, uppbygging kirkjugarðs 12,2 milljónir og  nýtt hlutafé í Jeratúni að
upphæð 7,6 milljónir þyngst. 

Álagningarhlutfall útsvars var 14,48%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var
0,43% á íbúðarhúsnæði. 

Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni
verður birtur  á heimasíðu Stykkishólmbæjar. 



Nánari upplýsingar veitir: Þór Örn Jónsson, bæjarritari,  í síma 433-8100