2013-01-07 17:36:44 CET

2013-01-07 17:37:45 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur desember 2012


Félagið flutti um 120 þúsund farþega í millilandaflugi í desember og voru þeir
20% fleiri en í desember á síðasta ári. Framboðsaukning  var 27% á milli ára.
Sætanýting nam 72,7% samanborið við 74,3% í desember  2011.  Árið 2012 flutti
félagið í heild rúmar 2 milljónir farþega sem er metfjöldi farþega frá upphafi.
 Aukning farþega frá fyrra ári var 16%. 

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru rúmlega 22 þúsund í desember sem
er lækkun um 9% á milli ára.  Sætanýting nam 66,5% og jókst um 3,6 prósentustig
á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 17% m.v. desember á
síðasta ári. Fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra ásamt
því að nýting leiguvéla minnkaði vegna viðhalds.Fraktflutningar drógust saman
um 2% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 28% frá
desember á síðasta ári. Herbergjanýting var 46,1% og var 2,5 prósentustigum
hærri en í desember 2011. 



MILLILANDAFLUG                    DES 12       BR. (%)     ÁTÞ 12      BR. (%)
------------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                   119.580           20%  2.020.377          16%
Sætanýting                         72,7%   -1,6 %-stig      80,6%   1,4 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000)    476.244           27%  7.175.753          16%
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG   DES 12       BR. (%)     ÁTÞ 12      BR. (%)
------------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                    22.030           -9%    342.843          -1%
Sætanýting                         66,5%    3,6 %-stig      69,2%    0,7%-stig
Framboðnir sætiskm. ('000)        10.534          -14%    177.786          -1%
LEIGUFLUG                         DES 12       BR. (%)     ÁTÞ 12      BR. (%)
------------------------------------------------------------------------------
Flugvélanýting                     79,2%  -18,7 %-stig      91,3%  -2,2 %-stig
Seldir blokktímar                  2.404          -17%     31.104         -10%
FRAKTFLUTNINGAR                   DES 12       BR. (%)     ÁTÞ 12      BR. (%)
------------------------------------------------------------------------------
Framboðnir tonnkm. (ATK´000)      12.830            7%    181.902           8%
Seldir tonnkm. (FTK´000)           7.440           -2%     89.381          15%
HÓTEL                             DES 12       BR. (%)     ÁTÞ 12      BR. (%)
------------------------------------------------------------------------------
Framboðnar gistinætur             22.946           28%    294.240          16%
Seldar gistinætur                 10.582           35%    210.114          22%
Herbergjanýting                    46,1%    2,5 %-stig      71,4%   3,5 %-stig



Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s:
840-7010