2017-07-18 17:07:55 CEST

2017-07-18 17:07:55 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Innherjaupplýsingar

Tryggingamiðstöðin hf. – Afkomuviðvörun

Versnandi tjónaþróun

Við vinnslu árshlutauppgjörs annars ársfjórðungs hefur komið í ljós að tjónakostnaður félagsins var mun hærri en spáð hafði verið. Stærsta frávikinu veldur óhagstæð þróun eldri slysatjóna. Reiknað er með að hagnaður fyrir tekjuskatt verði 676 m.kr. á fjórðungnum í stað 1.209 m.kr. sem áður hafði verið spáð og að samsett hlutfall fjórðungsins verði 106% í stað 94%.

Uppfærð rekstrarspá til næstu 12 mánaða verður birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs annars ársfjórðungs 24. ágúst n.k.