2016-04-15 17:56:06 CEST

2016-04-15 17:56:06 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

Eik fasteignafélag hf.: Samningar nást við Fjarskipti hf. (Vodafone) um nýjar höfuðstöðvar


Eik fasteignafélag hf. og Fjarskipti hf. (Vodafone) hafa skrifað undir
leigusamning um húsnæði Eikar fasteignafélags að Suðurlandsbraut 8, sem áður
hýsti meðal annars Fálkann. Um er að ræða langtímaleigusamning á um 4.700
fermetra húsnæði, sem mun hýsa nýjar höfuðstöðvar og verslun Vodafone. Stefnt er
að afhendingu húsnæðisins í áföngum fyrri hluta árs 2017.

Þróun á Suðurlandsbraut 8 er þegar hafin hjá Eik. Byggðar verða þrjár hæðir ofan
á núverandi húsnæði, en fasteignin er í dag á þremur hæðum, alls um 3.800
fermetrar. Auk þess verður byggt bílastæðahús á þremur hæðum sem verður
sameiginlegt með Suðurlandsbraut 10.

Samhliða framkvæmdum á Suðurlandsbraut 8 verður fasteignin að Suðurlandsbraut
10 einnig þróuð. Núverandi húsnæði Suðurlandsbrautar 10 er rúmlega 2.200
fermetrar en verður rúmlega 4.400 fermetrar eftir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Einnig verða byggðar þrjár hæðir ofan á Suðurlandsbraut 10.

Leigusamningurinn við Fjarskipti mun auka leigutekjur Eikar á ársgrundvelli um
rétt rúmlega 2% miðað við útgefna rekstraráætlun 2016 á föstu verðlagi og gert
er ráð fyrir að fjárfestingar og arðsemi verði í fullu samræmi við þær áætlanir.
Áætlunina má finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027

Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri útleigusviðs, eyjolfur@eik.is s. 590-2200
/ 787 1159


[HUG#2003966]