2014-08-27 14:01:04 CEST

2014-08-27 14:02:07 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Ársreikningur

Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2014


Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2014 til 30. júní 2014 var samþykktur
af stjórn þann 27. ágúst. 

·         Rekstrartekjur námu 2.181 milljón króna.

·         Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu er 1.321 milljónir króna.

·         Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 51.474 m.kr.
Matsbreyting á tímabilinu var 477 m.kr. 

·         Hagnaður eftir tekjuskatt nam 750 m.kr.

·         Handbært fé frá rekstri nam 583 m.kr.

·         Vaxtaberandi skuldir voru 32.345 m.kr. í lok tímabilsins samanborið
við 24.837 m.kr. í árslok 2013. 

·         Eiginfjárhlutfall er 31%

·         Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,56 en var 0,41 fyrir sama
tímabil í fyrra. 

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa
þann 30 júní sl. voru 608. 

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á fyrsta ársfjórðungi var góð og í ágætu samræmi við áætlun
félagsins. Rekstrartekjur námu 2.181 milljón króna og þar af námu leigutekjur
1.925 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs eru
rúmlega 16%. 

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var
1.321 milljónir sem samsvarar 14% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2013. 

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins er með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Fjöldi
fasteigna eru 54 eftir kaup félagsins á tímabilinu, heildarfermetrafjöldi
þeirra er 223 þúsund. Útleiguhlutfall safnsins er um 96% miðað við þær tekjur
sem 100% útleiga gæfi. Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í
Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. 

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við
gerð ársreiknings sem og í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á fyrstu 6
mánuðum ársins nam 477 m.kr. 

Stækkun félagsins og horfur

Uppbygging og stækkun eignasafns félagsins er í samræmi við áætlun og
fjárfestingarstefnu þess. 

Á fyrra helming ársins var lokið við að kaupa fasteignasafn RA 5 ehf. (Klasa
Fasteignir ehf). Í júní var tilkynnt um kaup félagsins á fasteignum sem hýsa
Hótel Óðinsvé. Í júlí var kynnt undirritun á kaupsamning á 8.000 m2 verslana og
þjónusturýmum á Hörpureitum 1 og 2 við Austurbakka sem afhentir verða félaginu
tilbúnir til útleigu um  árið 2017. 

Hlutafé félagsins var aukið á tímabilinu í tengslum við kaup á RA 5 ehf. sbr.
tilkynning frá 30. apríl sl. Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna var
1.300.000.000 krónur að nafnvirði en er að henni lokinni 1.428.700.000 krónur
að nafnvirði. 

Áfram verður horft til stækkunar félagsins í samræmi við Fjárfestingastefnu
þess. 



Horfur í rekstri og skipulagsbreytingar hjá félagsins

Félagið hefur nú endurfjármagnað öll dótturfélög sín og er
endurfjármögnunarferli sem hófst eftir skráningu félagsins því lokið.
Fjármögnun er í öllum tilvikum í formi eignatryggðra skuldabréfaflokka. 

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar
eru um annað en að áætlanir félagsins standistí öllum aðalatriðum. 

Áherslur í rekstri næstu mánuði eru á útleigumál, hagræðingu í rekstrarkostnaði
og sala minni óhagkvæmra eigna. 

Til að skerpa rekstraráherslur hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar
hjá félaginu. Rekstrarsvið hefur verið lagt niður og starfsemi þess flutt undir
afkomueiningarnar, Reginn atvinnuhúsnæði og Egilshöll sem eru undir stjórn
Katrínar Sverrisdóttur. 

Til að styrkja sókn félagsins á útleigumarkaði, hefur sérstakt útleiguteymi
verið sett á fót. Tilgangur og markmið er að skapa vettvang fyrir nýjar
áherslur og verklag við öflun nýrra leigutaka og markaðssetningu. 

Nýr sviðsstjóri,  Páll V. Bjarnason, tók við Fasteignaumsýslu í byrjun júlí.
Sviðið þjónustar afkomueiningarnar, sér um rekstur í fasteignum og umsýslu með
rekstri og viðhaldi. 

Nýr regluvörður tók til starfa hjá félaginu í apríl, Jófríður Ósk Hilmarsdóttir
sem jafnframt verður fjárfestatengill félagsins 

Á tímabilinu var mikil umfjöllun um hækkun fasteignamats 2015.  Í tengslum við
fjölmiðlaumfjöllun í júní þá kynnti félagið að hækkun á fasteignamati fyrir
árið 2015 er innan verðlagsviðmiðana sem rekstraráætlanir félagsins taka mið
af. Því mun breyting á fasteignamati fyrir árið 2015 vera í samræmi við
áætlanir og ekki hafa teljandi áhrif á afkomu félagsins. 



Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar á
morgun fimmtudaginn 28. ágúst kl. 08:30 á Suðurlandsbraut 4, 8 hæð.
Morgunverður er í boði frá 8:15. Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins mun
kynna afkomu fyrstu sex mánuði 2014 og svara spurningum. Skráning á
kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is. 

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/0e3d30610020468bae5370feac3ec61b1d

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins og
kynningargögn á www.reginn.is/fjarfestar/ 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262