2016-05-09 11:08:29 CEST

2016-05-09 11:08:29 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Síminn: Reglubundin tilkynning um kaup Símans á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun.


Í viku 18 2016 keypti Síminn hf. 33.485.019 eigin hluti að kaupverði
100.106.804 kr. samkvæmt sundurliðun hér á eftir: 

Dagsetning   Tími  Keyptir hlutir  Viðskiptaverð  Kaupverð (kr.)
----------------------------------------------------------------
  2.5.2016  09:37      10.669.966           2,89      30.836.202
  3.5.2016  10:17         110.121           2,94         323.756
  3.5.2016  15:00      10.000.000           2,97      29.700.000
  3.5.2016  15:02         559.845           2,97       1.662.740
  4.5.2016  10:56         615.000           2,97       1.826.550
  4.5.2016  14:32         110.121           3,00         330.363
  4.5.2016  15:21         750.000           3,00       2.250.000
  6.5.2016  11:28          64.000           3,01         192.640
  6.5.2016  14:50      10.605.966           3,11      32.984.554
----------------------------------------------------------------
                       33.485.019                    100.106.804

Síminn átti 81.407.664 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum
114.892.683 eigin hluti eða sem nemur 1,19% af útgefnum hlutum í félaginu. 

Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í  Kauphöll
Íslands hf. þann 13. apríl 2016. 

Síminn hefur keypt samtals 114.892.664 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem
nemur 1,19% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra
352.246.743 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 243.000.000
hlutum eða 2,52% af útgefnum hlutum í Símanum hf., þó þannig að fjárhæð
endurkaupanna verði aldrei meiri en 862,5 milljónir króna. Áætlunin er í gildi
til 10. mars 2017 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá
dagsetningu. 

Endurkaupáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og
II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og
markaðssvik. 

Nánari upplýsingar veitir Ásta Nína Benediktsdóttir fjárfestatengill Símans í
netfangi fjarfestatengsl@siminn.is