2015-07-15 17:31:00 CEST

2015-07-15 17:31:04 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Ríkissjóður greiðir upp Avens skuldabréf


Í dag hefur ríkissjóður greitt upp eftirstöðvar svokallaðs Avens skuldabréfs að
fjárhæð 192 milljónir evra auk vaxta. Upphaflegt nafnverð bréfsins var 402
milljónir evra og var það afborgunarbréf, gefið út árið 2010 með lokagjalddaga
2025. 

Lánið var tilkomið vegna kaupa ríkissjóðs á eignavörðum skuldabréfum Avens B.V.
sem var félag í eigu gamla Landsbankans. Bankinn hafði sumarið 2008 fengið
fyrirgreiðslu hjá Evrópska Seðlabankanum í Lúxemborg (ECB) gegn veði í
skuldabréfum Avens B.V. Eignir Avens B.V. voru fyrst og fremst íslensk
skuldabréf og varð félagið stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands.
Við bankahrunið eignaðist ECB í Lúxemborg kröfu á Avens og undirliggjandi
krónueignir. Í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs annars
vegar og þrotabús Landsbankans og ECB í Lúxemborg hins vegar, um kaup á eignum
Avens var gert samkomulag við 26 íslenska lífeyrissjóði um kaup þeirra á stórum
hluta af krónueignum Avens gegn greiðslu í evrum. Um var að ræða skuldabréf
útgefin af ríkissjóði og Íbúðalánasjóði. 

Eftirstöðvar Avens skuldabréfsins 28,3 ma.kr. voru greiddir af
gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands en þær hafa vaxið nokkuð á
árinu m.a. vegna uppgreiðslu Arion banka á víkjandi lánum ríkissjóðs, samtals
að fjárhæð um 20 ma.kr. 

Nánari upplýsingar veitir Esther Finnbogadóttir í Fjármála- og
efnahagsráðuneyti í síma 545-9200.