2010-10-27 17:39:25 CEST

2010-10-27 17:40:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Ársreikningur

Níu mánaða uppgjör 2010


Mikill söluvöxtur og góður rekstrarárangur

- Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2010 námu 149,5 milljónum evra, sem er 33,5%
aukning miðað við tekjur af kjarnastarfsemi á sama tímabili fyrir ári [Q3 2009:
112,0 milljónir evra]. Samanborið við heildartekjur nemur aukningin 11,8% [Q3
2009: 133,7 milljónir evra]. 
- EBITDA var 19,9 milljónir evra, sem er 13,3% af tekjum [Q3 2009: 18,6
milljónir evra af kjarnastarfsemi; 18,0 milljónir evra af heildarstarfsemi]. 
- Rekstarhagnaður (EBIT) var 13,8 milljónir evra, sem er 9,2% af tekjum [Q3
2009: 13,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi; 11,8 milljónir evra af
heildarstarfsemi]. 
- Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 2,4 milljónir evra á þriðja
ársfjórðungi 2010 [Q3 2009: 0,9 milljónir evra]. 
- Sjóðstreymi er sterkt og nettó vaxtaberandi skuldir eru 271,1 milljónir evra
í lok þriðja ársfjórðungs 2010 [Q3 2009: 348,0 milljónir evra]. 
- Pantanabók styrkist áfram í takt við stöðugt framboð nýrra vara og batnandi
markaðsaðstæður. Pantanabók var 141,2 milljónir evra í lok fjórðungsins [Q3
2009: 86,1 milljónir evra]. 

Þriðji ársfjórðungur 2010 var góður hjá Marel. Tekjur af kjarnastarfsemi námu
149,5 milljónum evra, sem er 33,5% aukning miðað við sama tímabil fyrir ári og
9,8% aukning samanborið við ársfjórðunginn á undan, þrátt fyrir
sumarleyfistímann. Marel reiknar fyllilega með að ná EBIT markmiði sínu um
10-12% af veltu fyrir árið í heild. 

Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um
fjármögnun fyrirtækisins. Stöðug og hagkvæm ný fjármögnun mun auðvelda frekari
samþættingu á starfsemi fyrirtækisins. 


Theo Hoen, forstjóri:
„Við náðum enn á ný góðum árangri á ársfjórðungnum. Sala jókst um 33% miðað við
sama tímabil fyrir ári. Rekstrarhagnaður það sem af er ári er í samræmi við
EBIT markmið okkar um 10-12%. Við gerum ráð fyrir góðum fjórða ársfjórðungi.
Ákvörðun okkar um að viðhalda fjárfestingu í nýsköpun og vöruþróun er að skila
sér. Nýjar vörur eins og SensorX og RevoPortioner seljast vel og sala stærri
kerfa hefur tekið við sér. Þá er alþjóðlegt sölunet okkar farið að ná sífellt
betri árangri í markaðssetningu og sölu. Fyrir vikið er pantanabókin mjög góð. 

Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á samþættingarstarf okkar og að
hefja nýtt skeið í þróun fyrirtækisins. Héðan í frá munum við einbeita okkur
sem eitt fyrirtæki undir merkjum Marel að því að auka tekjur og arðsemi.” 


Góður rekstrarárangur og sterk pantanabók
Ársfjórðungurinn var góður hjá Marel og námu tekjur 149,9 milljónum evra,
EBITDA var 19,9 milljónir evra og EBIT var 13,8 milljónir evra. Framlegð sem
hlutfall af sölu var 35% sem er óvenjulágt og stafar það af því samsetning
framleiðsluvara á tímabilinu var ekki dæmigerð. 

Marel færði sér í nyt batnandi markaðsaðstæður með stöðugu framboði nýrra vara.
Fjöldi nýrra pantana jókst þrátt fyrir sumarleyfistímabilið. Áframhaldandi
viðleitni félagsins til að koma sífellt nýjum vörum á markað á sinn þátt í
árangrinum en fjöldi pantana á SensorX beinaleitarkerfum og RevoPortioner, sem
m.a. notaður er við framleiðslu á hamborgurum og nöggum, barst á tímabilinu. Þá
heldur stærri pöntunum áfram að fjölga jafnt og þétt. Nýjar pantanir námu 165.4
milljónum evra á þriðja ársfjórðungi 2010 samanborið við 122,0 milljónir evra á
sama tíma fyrir ári, og eru tekjur af þjónustu taldar með. Enn á ný jukust
pantanir umfram afgreiddar pantanir. Fyrir vikið heldur tækjapantanabókin áfram
að styrkjast og var hún 141,2 milljónir evra í lok þriðja ársfjórðungs 2010
samanborið við 86,1 milljónir evra á sama tíma fyrir ári. Er það mat Marel að
pantanabókin sé mjög góð. 

Handbært fé frá rekstri er áfram traust og nemur 23,6 milljónum evra fyrir
vexti og skatta á þriðja ársfjórðungi og 81,4 milljónum evra fyrir fyrstu níu
mánuði ársins. Efnahagsreikningurinn er sterkur og eru nettó skuldir 271,1
milljónir evra samanborið við 348,0 milljónir evra fyrir ári síðan. 

Horfur

Markaðsaðstæður halda áfram að batna jafnt og þétt og eru nú sambærilegar við
þær aðstæður sem voru fyrir fjármálakreppuna. Reiknað er með að Marel muni fá
sinn hlut af þeim vexti sem framundan er í greininni, og munu tekjur aukast í
samræmi við það. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg
milli ársfjórðunga vegna sveiflna í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna. 


ATHUGIÐ: Fréttatilkynninguna í heild er að finna í viðfestu skjali.



Kynningarfundur 28. október 2010

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 28. október
kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabær. Fundinum verður
einnig netvarpað: www.marel.com/webcast 

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2010 og aðalfundur 2011

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2010:
- 4. ársfjórðungur 2010				2. febrúar 2011
- Aðalfundur Marel hf. 				2. mars 2011

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2011:
- 1. ársfjórðungur 2011				27. apríl 2011
- 2. ársfjórðungur 2011				27. júlí 2011
- 3. ársfjórðungur 2011				26. október 2011
- 4. ársfjórðungur 2011				1. febrúar 2012
- Aðalfundur Marel hf. 				29. febrúar 2011

Frekari upplýsingar veita: 
Jón Ingi Herbertsson, fjárfesta- og almannatengsl. Sími: 563-8451
Erik Kaman, fjármálastjóri. Sími: 563-8072 
Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel ehf. Sími: 563-8072


Um Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á
fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki
í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.