2013-01-17 10:40:00 CET

2013-01-17 10:41:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Leiðrétting - Kaup Regins hf. á fasteigninni við Ofanleiti 2 - Beiðni um skuldaraskipti - Birt 16.1.2013 - 18:00


Vísað er í tilkynningu Regins hf. þann 20. desember 2012 um samþykki
kauptilboðs með fyrirvara. 

Kaupandi fasteignarinnar , Reginn A1 ehf., er  dótturfélag Regins
atvinnuhúsnæðis ehf. sem er í eigu Regins hf.  Kaupandinn hefur ákveðið að óska
eftir yfirtöku á áhvílandi láni sem hvílir á fasteigninni.  Lánveitandi er OFAN
SVÍV fagfjárfestasjóður, sjóður sem er í vörslu Stefnis hf.  Þetta er eini
fyrirvarinn sem út af stendur vegna kaupanna.  Gert er ráð fyrir að sá
tímarammi sem nefndur var í tilkynningu Regins frá 20. desember 2012 um
undirritun kaupsamnings í janúar 2012 gangi eftir.  Ef skuldaraskiptin verða
ekki samþykkt þá er ljóst að ekki muni verða af kaupunum.  Vísað er í 
tilkynningu frá Fagfjárfestasjóðnum OFAN SVÍV sem birt var 28. desember s.l. um
skilmála skuldabréfaflokksins auk tilkynningar frá Fagfjárfestasjóðnum OFAN
SVÍV frá 16. janúar um sama mál. 

Í fyrri tilkynningu kom fram að tilkynningin frá 16. janúar væri frá Stefni hf.
en hið rétta er að tilkynningin er frá Fagfjárfestasjóðnum OFAN SVÍV. Þess skal
getið að Fagfjárfestasjóðurinn OFAN SVÍV er í umsýslu Stefnis hf. 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 5128900 / 8996262