2018-07-20 23:08:21 CEST

2018-07-20 23:08:22 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánamál ríkisins - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Moody’s breytir horfum fyrir lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum


Matsfyrirtækið Moody’s Investors Service breytti í kvöld horfum fyrir lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum og staðfesti lánshæfiseinkunnina A3 fyrir langtímaskuldbindingar.

Lykilforsendur fyrir breytingu á horfum í jákvæðar úr stöðugum eru:

  1. Aukinn þróttur hagkerfisins í ljósi bættrar erlendrar stöðu þjóðarbúsins, stöðugri hagvaxtar og vaxandi styrkleika bankakerfisins.
  2. Horfur eru á því að skuldastaða ríkisins verði betri en væntingar stóðu til.  

Jákvæðar horfur endurspegla jafnframt þann árangur sem náðst hefur á síðustu tveimur árum varðandi þær meginforsendur sem Moody’s lagði til grundvallar þegar mat fyrirtækisins var hækkað í A3 í september 2016, þ.m.t. hnökralaus losun fjármagnshafta og lausn aflandskrónuvandans.

Viðhengi