2011-11-17 15:19:59 CET

2011-11-17 15:21:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun 2012 - 2015


Seinni umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var samþykkt af bæjarstjórn
Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 16. nóv.. 2011.  Jafnframt var afgreidd í seinni
umræðu 3ja ára áætlun fyrir árin 2013 - 2015 


Helstu viðmið fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs eru:



  -- Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta
     á hverju þriggja ára tímabili.
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 verður afgangur
        af rekstri bæði A- og B- hluta á árinu.
  -- Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera
     á bilinu 15 - 20%
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 verður
        framlegðarhlutfall A-hluta  21% og í samstæðu A og B hluta 25%.
  -- Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur
     afborgunum og vöxtum af langtímalánum
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 mun veltufé frá
        rekstri nema 479 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 415
        millj. kr. í samstæðu A og B hluta.  Í A hluta nemur veltufé frá rekstri
        um 347 millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 328 millj.
        kr.
     .
  -- Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af
     skilgreindum tekjum.
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 verður        skuldahlutfall A-hluta  215% og samstæðu A og B hluta um 250%.
     -- Árið 2015 verður skuldahlutfall A hluta um 197% og í samstæðu A og B
        hluta er áætlað að skuldahlutfallið nemi um 223%.



Inni í skuldbindingum sveitarfélagsins eru  kaup á fasteignum ríkisins vegna
málefna fatlaðra að fárhæð 122 millj. kr. sem væntanlega verður gengið frá á
árinu 2011 og síðan er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að farið verði af stað
með byggingu á hjúkrunarheimili og verði á árunum 2012 og 2013 varið 1.000
millj. kr. til þess verkefnis.  Í báðum þessum verkefnum koma framlög á móti
frá ríkisvaldinu á næstu árum til að mæta stofnkostnaði. 



Bygging hjúkrunarheimilisins er löngu orðin tímabær og vonir standa til þess að
hægt verði að koma verkefninu í formlegan farveg fljótlega á næsta ári og búa
öldruðum þar með þá umgjörð sem þeim ber og efla í leiðinni atvinnustigið á
svæðinu og rekstur HSA. 



Skuldbindingar án HEF (veitustofnanir) nema 228% af heildartekjum  í árslok
2012 og verða komnar í 208% í árslok 2015. 









Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri