2008-02-12 19:47:58 CET

2008-02-12 19:48:03 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Glitnir banki hf. - Boðun hluthafafundar

Frekari upplýsingar um tillögu stjórnar um ráðstöfun hagnaðar og greiðslu arðs


Stjórn Glitnis  banka hf.  hefur samþykkt  að leggja  fram tillögu  á
aðalfundi félagsins  þann 20.  febrúar  2008 um  að greiða  skuli  af
hagnaði rekstrarársins 2007,  sem nam 27,651  milljörðum króna  eftir
skatta, 5,506  milljarða  króna í  arð  til hluthafa  í  samræmi  við
hlutafjáreign þeirra eða sem  nemur 19,9% af  hagnaði ársins 2007  og
37% af útgefnu hlutafé (eða 0,37 kr.  á hlut).  Því sem eftir  standi
af  hagnaði  ársins,  22,1  milljörðum  króna,  skuli  ráðstafað  til
hækkunar á eigin fé Glitnis banka hf.  Jafnframt leggur stjórnin  til
að hluthöfum skuli gefinn  kostur á að fá  allt að helming arðs  síns
greiddan í hlutafé í Glitni banka hf. á verðinu 17,10  per hlut.

Viðmiðunardagur  arðgreiðslu  verði   20.  febrúar  2008.   Vaxtalaus
útgreiðsla arðs af hálfu félagsins fari fram 13. mars 2008.



Arðleysisdagur er 21. febrúar 2008.

Arðsréttindadagur  er 25. febrúar 2008
(Arður greiðist þeim sem  skráðir eru í  hlutaskrá að loknu  uppgjöri
Verðbréfaskráningar Íslands fyrir kl. 9:00 þann 25. febrúar 2008)