2017-12-14 09:36:37 CET

2017-12-14 09:37:38 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų Anglų
Landsvirkjun - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Elkem og Landsvirkjun framlengja rafmagnssamning til 2029


Landsvirkjun og Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hafa verið í samningaviðræðum vegna framlengingar rafmagnssamnings á milli fyrirtækjanna. Núgildandi rafmagnssamningur milli fyrirtækjanna er frá árinu 1975 en verksmiðjan hóf rekstur árið 1979 og gildir samningurinn til ársins 2019.

Í núgildandi samningi er ákvæði sem heimilar Elkem að framlengja samninginn um 10 ár og vísa ákvörðun um rafmagnsverð til gerðardóms.

Elkem hefur nýtt sér þessa heimild og hefur rafmagnssamningur milli fyrirtækjanna því verið framlengdur til ársins 2029. Fyrirtækin hafa komið sér saman um skipan gerðardómsins sem mun ákveða rafmagnsverðið á framlengingartímanum.

Elkem er fjórði stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar og er samningurinn um 127 MW af afli og 1.035 GWst.

 

Frekari upplýsingar:
Magnús Þór Gylfason                                                                    Gestur Pétursson
Yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar                                     Forstjóri Elkem Ísland
Magnus.Thor.Gylfason@landsvirkjun.is                                        gestur.petursson@elkem.com
 +354 8995552                                                                              +354 860 6158