2015-06-08 12:14:36 CEST

2015-06-08 12:15:36 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki – tímabundin undanþága á skyldum viðskiptavaka á eftirmarkaði


Arion banki hefur ákveðið að veita viðskiptavaka á sértryggðum skuldabréfum
bankans tímabundna undanþágu á skyldum á eftirmarkaði. 

Þann 8. júní 2015 er MP banka sem er viðskiptavaki sértryggðra skuldabréfa
heimilt að leggja ekki fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi NASDAQ OMX. 

Ákvörðunin er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. Áætlað er að opnað verði
aftur fyrir viðskipti kl. 14 í dag í kjölfar blaðamannafundar forsætisráðherra
og fjármálaráðherra þar sem kynnt verður áætlun um afnám fjármagnshafta. 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.