2010-08-25 18:03:43 CEST

2010-08-25 18:04:41 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skipti hf. - Ársreikningur

- Sala tímabilsins nam 19,6 milljörðum króna


•  Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 6 milljónum króna.Tap á sama tímabili árið
   2009 var 2.088 milljónir króna. 

•  Sala nam 19,6 milljörðum króna samanborið við 19,8 milljarða á sama tímabili
   árið áður sem er 0,6% samdráttur. Innri tekjuvöxtur var 1,3% á milli ára. 

•  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,7
   milljörðum króna samanborið við 4,2 milljarða fyrir sama tímabil 2009. EBITDA
   hlutfall var 18,9%. 

•  Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 3,6 milljörðum króna
   samanborið við 4,2 milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skatta
   nam handbært fé frá rekstri 1,7 milljörðum króna.
•  Fjármagnsgjöld voru 1,7 milljarðar króna en þar af nam gengishagnaður 0,6
   milljörðum króna.
•  Vaxtaberandi skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir)
   námu 54,2 milljörðum króna við lok tímabilsins en voru 54,4 milljarðar króna
   í byrjun ársins og hafa því lækkað um 0,2 milljarð króna á tímabilinu. 

•  Eigið fé Skipta er 24,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall er 21,2%.

•  Skipti hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT. Gengið var frá sölunni
   í júlí, og munu áhrifin af sölunni að mestu koma fram á seinni árshelmingi
   2010, en þá bókfærist 3,3 milljarða króna söluhagnaður vegna viðskiptanna. 


Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta hf.:
“Það er afar jákvætt að sjá þann viðsnúning sem hefur orðið á afkomu félagsins
milli ára en hann skýrist fyrst og fremst af betri niðurstöðu fjármagnsliða.
Afkoman nú sýnir hversu traustur undirliggjandi rekstur félagsins er. Skipti
hafa selt Sirius IT og mun 3,3 milljarða söluhagnaður bókfærast á seinni hluta
ársins. Skipti munu í kjölfar sölunnar greiða skuldir niður hraðar en áætlað
var, alls um 8,5 milljarða króna af lánum félagsins. Skipti áttu að auki í lok
júní um 16,6 milljarða króna í reiðufé, svo félagið hefur umtalsvert svigrúm
til að greiða niður skuldir.“