2010-12-02 10:00:00 CET

2010-12-02 10:00:11 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun 2011


Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 1. des. 2010 og var henni vísað til seinni
umræðu sem verður þann 15. des. n.k.. 

Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 19,5
millj. kr. rekstarafgangi í samstæðureikningi A- og B hluta sveitarfélagsins.  
Þar af er gert ráð fyrir um 0,5 millj. kr. afgangi í A-hluta sem er hinn
eiginlegi sveitarsjóður en það eru Aðalsjóður og Eignasjóður.  B-hluti
samstæðureiknings eru þau fyrirtæki sem eru að meirihluta eða að  fullu í eigu
Fljótsdalshéraðs og þjónustutekjur standa alfarið undir rekstarútgjöldum.  Þau
eru Félagslegar íbúðir, HEF ehf, Brunavarnir á Héraði, Minjasafn Austurlands,
Dvalarheimili aldraðra og Atvinnumálasjóður. 

Veltufé frá rekstri í samstæðunni nemur um 345 millj. kr. en þar af eru 224
áætlaðar hjá A hluta. Framlegð nemur um 611 millj. í samstæðu A og B hluta
eða 22% af rekstartekjum. Þar af nemur framlegð í rekstri A hlutans um 445
millj. kr. eða 18%. 

Afborganir lána eru áætlaðar að nemi um 354 millj. kr. á árinu 2011 í
samstæðunni, þar af 296 millj. hjá A hlutanum. Heildarskuldir og
skuldbindingar eru áætlaðar um 6.928 millj. kr. í árslok 2011 hjá samstæðu A og
B hluta eða 249% af áætluðum rekstartekjum.  Þar af nema skuldir og
skuldbindingar A hluta um 5.272 millj. kr. eða 213% af rekstartekjum. 

Fljótsdalshérað hefur átt í samskiptum við eftirlitsnefnd um fjármál
sveitarfélaga í ljósi þungrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þessi samskipti
hafa verið í formi reglulegrar upplýsingargjafar.  Boðuð hefur verið
lagasetning um fjármálareglur sveitarfélaga og þegar verið lögð fram tillaga að
þeim reglum sem sveitarfélagið hefur þegar ákveðið að laga sig að. 

Hliðsjón var höfð af fyrirhugaðri lagasetningu og þeim takmörkunum sem
sveitarfélögum verða þar settar er viðmið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið
2011 voru sett.

Helstu viðmið eru: 

•  Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta
   á hverju þriggja ára tímabili. 
     o  Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 verður
        afgangur af rekstri bæði A- og B- hluta á árinu. 

•  Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á
   bilinu 15 - 20%. 
     o  Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 verður
        framlegðarhlutfall A-hluta tæp 18% og í samstæðu A- og B-hluta tæp 22%.

•  Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur
   afborgunum af langtímalánum. 
     o  Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 mun vanta um 10
        millj. kr. upp á að þetta markmið náist fyrir samstæðuna á því ári en
        samkvæmt drögum að þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir því að þetta
        markmið náist fyrir samstæðuna árið 2012 og fyrir A-hluta einan og sér
        árið 2013. 

•   Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af
    skilgreindum tekjum. 
      o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 verður
        skuldahlutfall A-hluta tæp 213% og samstæðu um 249%.

Á undandförnum mánuðum hefur verið unnið að ákveðnum breytingum á
stjórnskipulagi Fljótsdalshéraðs. Að hluta til hafa þær hlotið formlega
afgreiðslu í bæjastjórn en að hluta til eru þær enn í vinnslu. Þegar að þær
hafa náð fram að ganga að fullu mun deildarstjórum hjá sveitarfélaginu hafa
fækkað um þrjá og er tekið tillit til þessa í fjárhagsáætlun 2011. Meðan á
þessum breytingum stendur má reikna með auknu álagi á almenna starfsmenn og
stjórnendur en þegar að fram í sækir á slíkt að færast í eðlilegt horf. Þeim
starfsmönnum sem nú hverfa til starfa á öðrum vettvangi eru þökkuð vel unnin
störf hjá sveitarfélaginu og er óskað velfarnaðar í nýjum vettvangi. 

Samhliða breyttu stjórnskipulagi er unnið að flutningi verkefna á milli sviða
og má sem dæmi nefna flutning fráveitu til Hitaveitu sem mun taka gildi frá og
með næstu áramótum. 

Framundan á árinu 2011 eru ýmis stór verkefni og ber þar hæst yfirtakan á
málaflokki fatlaðra frá og með næstu áramótum. Starfsfólk Fljótsdalshéraðs
hefur, í samvinnu við önnur sveitarfélög á Austurlandi og starfsfólk
svæðisskrifstofu fatlaðra á svæðinu unnið ötullega að undirbúningi þessa máls.
Viðbúið er að einhverjir hnökrar muni koma upp vegna þessa á árinu en verða
þeir leystir með sóma af því ágæta starfsfólki sem mun annst þennan málaflokk í
framtíðinni. 

Þessu til viðbótar er vert að minnast á unglingalandsmát UMFÍ, sem haldið
verður á Egilsstöðum næsta sumar, en hafin er vinna við undirbúning þess í
samvinnu við starfmenn UMFÍ. 

Unnið er að ýmsum framtíðarverkefnum s.s. byggingu hjúkrunarheimilis fyrir
aldraða á Egilsstöðum í samstarfi við HSA. Bygging hjúkrunarheimilisins er
löngu orðin tímabær og vonir standa til þess að hægt verði að koma verkefninu í
formlegan farveg fljótlega á næsta ári og búa öldruðum þar með þá umgjörð sem
þeim ber og efla í leiðinni atvinnustigið á svæðinu og rekstur HSA. 

Unnið er að framkvæmdahugmyndum á vegum Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem eru
til þess fallnar að styrkja framtíðarhorfur í rekstri hitaveitunnar um leið og
þær framkvæmdir eiga að geta haft jákvæð áhrif á starfsemi iðn- og
jarðvegsverktaka á svæðinu. 




Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri