2012-03-11 18:32:52 CET

2012-03-12 11:35:46 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų Anglų
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

Eyrir Invest kaupir eigin bréf


Eyrir Invest hefur í dag keypt eigin hlutabréf sem nema 9% af heildarúgefnu
hlutafé félagins í skiptum fyrir 2,5% hlut í Marel.   Viðskiptin eru á milli
Eyris og Landsbankans. Skipt er á 100 milljónum hluta í Eyri á genginu 26
krónur á hlut fyrir 18,6 milljónir hluta í Marel á 140 krónur á hlut. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest:"Eyrir Invest veitir Marel afgerandi kjölfestu með þriðjungshlut í félaginu sem
við hyggjumst halda til langframa.   Marel er leiðandi á heimsvísu á miklum
vaxtarmarkaði eftir vel heppnaðar yfirtökur.    Marel hefur fjárfest vel í
þróun og markaðssókn og er nú að uppskera.  Við teljum að framundan sé mikill
og arðsamur innri vöxtur. 

Fjárhagsstaða Eyris er sterk með heildareignir um 400 m evra og yfir 50%
eiginfjárhlutfall. Við ætlum að einbeita okkur að núverandi kjarnafjárfestingum
sem eru auk Marel, Fokker Technologies og Stork Technical Services.   Jafnframt
munum við styrkja Eyri sprota til nýfjárfestinga og vaxtar.“ 

Heildarútgefið hlutafé í Eyri Invest er um 1.108 milljónir hlutir, þar af 100
milljónir eigin hlutir. Landsbankinn á 3,5% hlut í Eyri eftir þessi viðskipti
að auki á Horn fjárfestingarfélag sem er 100% í eigu Landsbankans 12,5% hlut.  
Stærstu hluthafar eru Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson og félög í
þeirra eigu með ríflega 34% hlut í Eyrir Invest. 



Frekari upplýsingar veitir:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest

Sími: 525-0200

www.eyrir.is



Um Eyri

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka
þátttöku í rekstri og stefnumörkun lykileigna  sinna.  Eyrir Invest var stofnað
um mitt ár 2000.