2016-02-01 15:09:28 CET

2016-02-01 15:09:28 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Tillkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar.


Á aðalfundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. þann 12. mars 2015 var samþykkt að
veita stjórn heimild til að kaupa eigin hluti með framkvæmd endurkaupaáætlunar,
sbr. II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005, um innherjaupplýsingar og
markaðssvik. Stjórn TM hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar aðalfundar
félagsins tekið ákvörðun um endurkaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka
hlutafé félagsins. Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Kviku hf. sem tekur
þar með allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu
kaupanna óháð félaginu. Fjöldi hluta sem keyptur skal samkvæmt
endurkaupaáætluninni verður að hámarki 15.000.000 hlutir, en það jafngildir
2,0% af útgefnu hlutafé félagsins, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði
aldrei meiri en 300 milljónir króna. Kaupin verða framkvæmd í áföngum með þeim
skilyrðum að kaup hvers dags mega að hámarki vera 25% af meðaltali daglegra
viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í janúar 2016 en það
jafngildir að dagleg kaup megi að hámarki vera 611.114 hlutir. Endurgjald fyrir
hvern hlut skal ekki nema hærra verði en nemur síðustu óháðu viðskiptum eða
hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði, hvort sem reynist hærra. Viðskipti
félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina skulu tilkynnt í
samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar
aðalfundur félagsins 2016 verður haldinn 17. mars nk. ef kaupum samkvæmt
áætluninni er ekki lokið áður. 



Reykjavík,  1. febrúar 2016.

Tryggingamiðstöðin hf.