2014-07-10 15:43:38 CEST

2014-07-10 15:44:39 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Hlutafjáraukning hjá Eik fasteignafélagi hf.


Þann 17. janúar 2014 samþykkti hluthafafundur Eikar fasteignafélags hf. að
veita stjórn félagsins tvískipta heimild til að hækka hlutafé þess í tengslum
við kaup á EF1 hf. (ákveðnar eignir SMI ehf.) og Landfestum ehf. Á grundvelli
heimildar í 4. gr. samþykkta Eikar fasteignafélags hf. leggur stjórn félagsins
til að gefa út nýja hluti í félaginu sem afhentir verða Arion banka hf. sem
greiðsla fyrir allt hlutafé Landfesta ehf. Í skýrslu stjórnar, vegna
hlutafjáraukningarinnar,  kemur meðal annars fram að félagið hafi fest kaup á
öllu hlutafé EF1 hf. fyrir um 4 m.kr., en heildareignir og skuldir þess félags
námu um 15 ma.kr. EF1 hf. hefur síðan þá greitt upp lán að fjárhæð 185 m.kr. og
Eik fasteignafélag hf. gengist í ábyrgð fyrir lánum félagsins. 



Eftir ofangreinda hlutafjáraukningu mun hlutafé Eikar fasteignafélags hf. nema
2.904.432.771 kr., en heildarvirði nýrra hluta sem afhentir verða Arion banka
nemur 6,8 ma.kr. samkvæmt kaupsamningi. Á næstu misserum er gert ráð fyrir að
Eik muni auka eigið fé sitt um 3 milljarða með útgáfu nýrra hluta, þar sem
forgangsréttur hluthafa einskorðast við þá hluthafa sem áttu hlutafé í félaginu
þegar sú aukning var samþykkt á hluthafafundi félagsins í janúar 2014. 



Frekari upplýsingar veitir



Garðar Hannes Friðjónsson,

forstjóri Eikar fasteignafélags hf.

Sími: 861-3027

Netfang: gardar@eik.is